1 Together Again 17 Drill Skoðið myndirnar með málfræðiskýringum á bls. 4 í Workbook og lesið textann sem tilheyrir myndunum. Metið hvort á að vinna með öll þrjú dæmin í einu eða hvort henti betur að vinna eingöngu með nútíð til að byrja með. Lesið sagnorðin gjarna með sérstakri áherslu á -s endinguna til að vekja athygli nemenda á hvernig orðið breytist í 3. persónu, eintölu. Látið nemendur greina muninn: • Look at these two examples. Can you spot the verbs? What’s the difference? • That’s right. We add an -s when we talk about Dave. Skoðið þriðju myndina og lesið setninguna upphátt. Vekið athygli á framburðinum á orðinu played. Skoðið listann More easy verbs og látið nemendur búa til stuttar setningar með orðunum, annaðhvort sameiginlega í bekknum eða í pörum. Biðjið þau um að koma með tillögur að fleiri sagnorðum sem fylgja þessu beygingarmynstri. Ef þetta verkefni reynist of erfitt má deila út miðum með sagnorðum á, sem nemendur lesa og setja sjálfir inn í setningu. Lesið að lokum óreglulegu sagnorðin upphátt og gefið dæmi um hvernig þau taka mismunandi form í nútíð og þátíð, t.d. • Be: I am glad to be back after the holidays. I was in France for three weeks. What about you? • Take: I take the bus every morning. My sister takes her bike. Látið nemendur segja frá hvort öðru þannig að þau skipti milli 1. og 3. persónu. Notið sagnorðin á bls. 4 en gefið möguleika á að bæta við fleiri sagnorðum eftir því sem við á. Berið saman við beygingu íslenskra sagnorða og leyfið nemendum sjálfum að útskýra í hverju munurinn felst. Ef það eru nemendur í bekknum með annað móðurmál en íslensku, er kjörið að bera sagnbeygingu viðkomandi tungumáls við íslensku og ensku. Í verkefnunum á bls. 5 er unnið með nútíð reglulegra og óreglulegra sagnorða. Í öllum málfræðiverkefnum er unnið með orðaforða og innihald viðkomandi kafla. A Fill in the right verb Skrifaðu rétta beygingu á sagnorðinu inn í setninguna. B Fill in have or has Skrifaðu have eða has. C Fill in am, are or is Skrifaðu am, are eða is. Samhliða því sem unnið er með texta kaflans má hvetja nemendur til að veita því athygli þegar sagnorðin sem fjallað hefur verið um birtast í textum og segja þau upphátt. Spyrjið hvort sagnorðin eru í nútíð eða þátíð og biðjið jafnvel nemendur um að rökstyðja svarið. Drill Vinnið með verkefnin á vefsvæðinu. Verkefnin eru mismunandi en eiga það sameiginlegt að styðjast við orðaforða kaflans. Þau leiðréttast sjálfkrafa. Nemendabók bls. 4-5 Kveikjumynd Notið opnuna sem kveikju fyrir umræður, á ensku. Hvað telja nemendur kaflann fjalla um? Segir heiti kaflans okkur eitthvað? Hvað dettur okkur í hug þegar við skoðum ljósmyndirnar og teikningarnar? Gefa setningamyndirnar einhverjar vísbendingar? Geta nemendur notað þær til að búa til eigin setningar? Lesið textabrotin á opnunni upphátt og gefið nemendum kost á að spyrja eða skjóta inn athugasemdum. Af og til innihalda textabrotin spurningar sem nemendur geta þá svarað. Í öðrum tilfellum geta þau tjáð sig um fullyrðingar eða sagt sína hlið á málum. T.d. I want to work in a restaurant as a chef. I love cooking. What about you? What do you want to be when you grow up? Að lokum má láta nemendur ljúka við þessar setningar: When I look at the pictures, I think about … I like the intro text about … In this chapter we’re going to talk about … The topic in this chapter is … Biðjið nemendur um að taka upp workbook og leysa verkefni 1, bls. 6. Hlustið í sameiningu á textana en verkefnin eru leyst einstaklingsbundið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=