Yes we can 6 - Kennsluleiðbeiningar

Að gera kennsluna sem besta 9 Endurtakið þekkt orð og setningamyndir og ræðið til að mynda um uppáhaldsdaga, liti, tómstundir, hluti sem finna má í skólatöskunni eða skólastofunni svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan má finna dæmi um orð og hugtök sem nýtast til að auka ensku í daglegu tali í skólastofunni. Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur að því hvernig koma má af stað umræðum í tengslum við kveikjumyndina og þær setningamyndir sem koma fyrir í kaflanum. Í hverjum kafla eru einnig gefin dæmi um hvernig nemendur geta unnið með kveikjumyndina: Notaðu kveikjumyndina • Nemendur skoða myndirnar og lesa tilheyrandi kynningatexta. Well then, let’s have a look. What do you think this chapter is about? What comes to your mind when you look at the pictures? • Nemendur skoða setningamyndirnar efst á kveikjumyndinni og segja þær upphátt. Gefið dæmi um hverng hægt er að nota þær með mismunandi endingum og látið nemendur koma með eigin tillögur. Veljið orð úr kynningatextunum og notið þau til að búa til spurningar eða látið nemendur sjálfa búa til setningar með orðunum. Hér er tilvalið að taka með gagnsæ orð og nota tækifærið til að ræða hvað er líkt og ólíkt með ensku og íslensku, eða með ensku og öðrum tungumálum. Unnið með Magic Words Að hverjum kafla loknum vinna nemendur námsmatsverkefni. Öll verkefnin eru unnin út frá efnisvali og textum hvers kafla og er ætlað að reyna á nemendur, bæði munnlega og skriflega. Nemendur skrásetja nám sitt, öðlast yfirsýn yfir það og takast á við nýja tungumálið og það sem í því felst. Matsverkefnin eru á opnu sem merkt er Challenge og neðst á opnunni er yfirlit yfir töfraorðin 100: The 100 magic words. Nemendur sem hafa haft námsefnið Yes we can 5 munu kannast við þetta fyrirkomulag. Í Yes we can 6 eru 100 algeng orð til viðbótar tekin fyrir og því munu nemendur að loknum lestri bókar 6 hafa kynnst í allt 200 af algengustu orðunum í ensku máli. Rannsóknir sýna að markviss vinna með algengustu orðin hefur umtalsverða þýðingu fyrir námsframvindu. Þegar nemandi man eftir orði sjónrænt og þekkir orðmyndina mun hann sjálfkrafa þekkja orðið í texta á um 3 sekúndum. Þannig verður verður flæðið meira í lestrinum, kraftarnir nýtast betur í að skilja samhengið fremur en að þýða orð fyrir orð. Þetta nýtist einnig vel í eigin ritun nemenda. Nemendur geta fylgst með framvindunni, hvernig þeir tileinka sér fleiri og fleiri „magic words“ þar sem orðin verða feitletruð þegar þau koma fyrir í textunum. Hvettu nemendur til að nota orðin, bæði í almennum verkefnum, sem og í Challenge-verkefnunum. Á vefsvæði námsefnisins eru fleiri tillögur að verkefnum þar sem unnið er með þessi orð. Orðakortin eru flokkuð eftir köflum og tilbúin til útprentunar. Að vinna með málfræði í samhengi Í Yes we can 6 vinna nemendur áfram með grundvallaratriði í málfræði. Á sama hátt og gert var í bók 5 er málfræðin sett fram í samhengi í texta og nemendur settir í rannsóknarhlutverk. Þeir skulu, eftir því sem við á, rannsaka, uppgötva og færa í orð hvernig tiltekin málfræðiatriði virka og vinna saman. Þetta er krefjandi ferli sem þarf að gefa rými í enskukennslunni. Því er ekki nóg að gefa nemendum góðan tíma til að leysa tiltekið verkefni heldur þurfa þau einnig tíma og hvatningu til ígrunda vinnuna og nýta vitneskjuna áfram. Málfræði getur vafist fyrir mörgum og því er endurtekning og fjölbreytni nauðsynleg á þessu sviði. Mikilvægast er að þau fái sjálf að þjálfa viðkomandi málfræðiþátt; því meira sem þau æfa sig því fljótar tileinka þau sér hvert atriði, einnig í talmáli. Nemendur vinna hlutbundið með málfræði á eftirfarandi hátt: Hver kafli nemendabókar hefst með kynningu á málfræðiáherslum kaflans. Með stuðningi frá myndskreyttum dæmum velta nemendur málfræðinni og hlutverki hennar fyrir sér og því næst leysa þau tilheyrandi verkefni í bókinni. Síðan fara þau í Drill sem eru stafræn verkefni sem leiðrétta sig sjálf. Verkefnin eru á vefsvæðinu og gefa kost á viðbótarþjálfun. Á námsmatssíðunum Let‘s go, við lok hvers kafla, vinna nemendur enn á ný með verkefni þar sem áhersla er lögð á viðkomandi málfræðiþátt. Í Yes we can 6 vinna nemendur með eftirfarandi málfræðiatriði: nútíð og þátíð sagna, persónufornöfn, spurningar með can ..., notkun á setningamyndunum Is there ...? og Are there ...? spurningar með Do og Does, notkun á setningamyndinni Have you got...? stigbeyging lýsingarorða. Samvinnunám Í Yes we can 6 eru sem fyrr fjöldi munnlegra verkefni sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin eru öll undir yfirskriftinni Let‘s do og þar undir eru eftirtaldir efnisflokkar: Mix-N-Match, Find someone who, Quiz-QuizTrade og Inside Outside Circle. Verkefnin eru leyst á eftirfarandi hátt: • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=