English at home a. Veldu einn af textunum neðst á bls. 44 í nemendabókinni og æfðu þig í að endursegja hann. Ef þú vilt getur þú líka valið að endur- segja hluta af öllum textunum þremur. b. Skrifaðu tölvupóst á ensku til vinar, ættingja eða kennara. Segðu frá því hvernig hægt er að hjálpa dýrum í útrýmingarhættu. Notaðu orðin í textanum How can you help? Á bls 45 í nemendabókinni til stuðnings. Let’s play – Guess the animals Hver nemandi fær eitt spil. Í þessari útgáfu eiga nemendur, út frá fjórum staðreyndum um hvert dýr, að giska á hvaða dýr er átt við. Með spil í annarri hendinni og hina upprétta fara nemendur um bekkinn og leita að félaga. Þegar þeir finna félaga gefa þeir hvor öðrum fimmu. Nemandi A spyr spurninganna sem standa á spilinu. Nemandi B svarar. Svo spyr nemandi B sinna spurninga og A svarar. Áður en A og B kveðjast og fara að finna nýjan félaga skiptast þeir á spilum. Þannig hafa nemendur nýtt spil í hvert skipti sem þeir mæta nýjum félaga. Nemendabók bls. 45 Save the animals Nemendur lesa texta um World Wildlife Fund og kynnast The Giant Panda lógóinu nánar í Did you know-textanum. Sumir nemendur munu strax þekkja lógóið. Tilgangurinn er að gera nemendur meðvitaða um hvernig alþjóðlegar stofnanir geta haft áhrif. Þegar nemendur hafa hlustað á How can you help? er hægt að fylgja textavinnunni eftir með umræðum um spurninguna í Think and talk – How would you help the animals? Verkefnabók bls. 46 8 Ask and answer Settu spurnarorðin í setningarnar. Svaraðu tveimur síðustu spurningunum. 9 Write poems about your favourite animals Skrifaðu ljóð um uppáhaldsdýrið þitt. Gerðu eins og sýnt er í dæminu. Nemendabók bls. 46-47 Do you know the rainforest? FIRST! Do you know another word for rainforest? Margir nemendur þekkja bæði orðið rainforest og jungle og margir hafa lesið um þau í öðru fræðilegu samhengi. Umfjöllunin er einföld með útgangspunkt í náttúrulýsingum. Skoðið kort þannig að nemendur viti hvar regnskógarnir eru. Ef vill geta nemendur unnið verkefni 10 í verkefnabókinni áður en þeir lesa meira í textanum. Verkefni 10 er hlustunaræfing þar sem nemendur hlusta á lýsingu og setja orð í textann sem vantar. Í Ask an expert á bls. 47 lesa nemendur útdrátt úr tveimur ólíkum samtölum sem bæði fjalla um tiltekin dýr í regnskógi. Markmiðið með textunum er að miðla faglegri vitneskju um dýr um leið og nemendur rifja upp aðferðir við að spyrja spurninga. Think and talk: What do you know about bears and gorillas? Þegar nemendur hafa hlustað á og lesið textana tvo um birni og górillur geta þeir tekið saman nýfengna þekkingu. Láttu þá fyrst æfa sig í að endursegja tvo og tvo saman. Síðan geta nemendur farið um í bekknum og spurt hver annan spurninga en líka er hægt að fara í gegnum aðalatriði textans í sameiningu. English at home Let’s do 6 Ljósrit nr. 4 Wild animals 39
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=