Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

Málfræðileg áhersla • Notkun á forsetningum til að lýsa stefnum og staðsetningu. • Framburður og stafsetning • /ə:/ church, turn • /aI/ lights, right Verkefnabók bls. 28-29 Soon • I can follow directions and read a map. • I can talk about places to visit in London. • I can understand when people talk about travelling. • I can use prepositions when I talk and write. Í þessum kafla vinna nemendur með forsetningar sem lýsa stefnum og staðsetningu. Áður en farið er í bls. 28-29 í verkefnabókinni mætti rifja upp þekkingu nemenda á forsetningum. Taktu hlut og settu hann á ólíka staði, t.d. ofan á, undir, yfir, eða við hliðina á borði. Forsetningar Talaðu um að það komi sér vel að geta vísað veginn og lítið saman á dæmið á bls. 28 og listann yfir forsetningar. Síðan má fara yfir námsmarkmið kaflans og nemendur geta unnið með verkefni A Read, think and write. Að því loknu er tilvalið að æfa sig á setningagerðunum I‘m going to … og How do I get to …? Nemendur skiptast á að velja hvar þeir eru og hvert þeir eru að fara og æfa sig að vísa veginn með hjálp forsetninganna. A trip to London 3 Margir nemendur í fimmtabekkþekkja til London og kannast við einhver af sérkennum borgarinnar. Í þessum kafla er lögð áhersla á að geta sagt til vegar, að ferðast einn til stórborgar og á útvalin kennileiti og viðburði í London. Kaflinn inniheldur bæði ljóð og lag sem gefur nemendum tækifæri til að æfa framburð og hljómfall. Í Did you know-textanum læra nemendur um leikhús í London og fá innsýn í leikhúsuppfærsluna Chitty Chitty Bang Bang. Markmið kaflans er að gefa dæmi um hvernig nemendur geta talað um ferðalög sín og sagt frá því sem þeir gætu hugsað sér að gera í ferðalaginu. Og mikilvægi þess að taka einnig tillt til óska ferðafélaga. Í kaflanum eru dæmi um hvað hægt er að gera í London. Vinna má áfram með þá staði eða finna önnur kennileiti að vinna með. Ræðið hvernig nemendur upplifa London og, ef við á, hvaða reynslu þeir hafa af öðrum enskumælandi borgum. Vektu athygli nemenda á u-framburðinum í orðunum church og turn. Rétta hljóðið er /ə:/. Nemendur þekkja hljóðið úr orðum eins og bird, first og third. Benda má á að varirnar eiga að mynda hring og vera slakar þegar orðin eru sögð. Ræddu einnig framburð á samstöfunni -ight. Þessa stafsetningu sjá nemendur í orðunum lights og right. Framburðurinn er (ai). Það eru mörg orð sem enda á -ight, t.d. night, fight, bright, might, knight, sight og því er mikilvægt að nemendur kunni framburðinn vel. Hægt er að búa til tungubrjóta eða rím til að æfa hann, t.d.: A fight with a knight – what a sight! Good night – out with the light! Orð og setningagerðir kaflans • town, street, turn left, turn right, bridge, shop, church, theatre, plane, traffic light • How do I get to …? • I’m going to … Námsmarkmið 30 3 A trip to London

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=