Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

1 What's your sport? 19 Nemendabók bls. 6-7 Busy morning rap Skoðið fyrst fyrirsögnina og myndirnar og spurðu nemendurna um hvað þeir haldi að textinn sé. Minntu á að þeir eiga að hlusta eftir orðum sem þeir þekkja. • I wonder, do any of you know what the word alarm clock means? • Let’s listen to the rap and see which other words we already know. Hlustið á rappið og nemendur syngja/rappa með til að æfa framburðinn. Þegar nemendur hafa lært textann er tilvalið að láta þá flytja rappið í hópum. Þeir eiga einnig að finna rímorð í textanum. Sum rímorðanna hafa sömu endingar en önnur ríma í framburði en hafa ólíkan rithátt. Nemendur bera saman framburð og rithátt í hópunum. Summer is over FIRST! Is it good to be back in school ­ after the holidays? Endurtakið orðið holiday og biðjið nemendur um að koma með sumarfrís hugmyndir. Spurðu hvernig þeimþyki að vera komnir aftur í skólann og skrifaðu niður nokkur dæmi um svör, t.d. It‘s nice. It‘s cool, It‘s OK. It‘s hard. It‘s great … Hlustið á samtalið og láttu nemendur lesa það upp í þriggja manna hópum. Meta skal hvort nemendur eigi að fá tíma til að skiptast á hlutverkum eða hvort þeir eigi bara að einbeita sér að einni persónu. Think and talk: What is a friendship class? Láttu nemendur finna staðinn í textanum þar sem krakkarnir þrír tala um vinabekkina sína. Lesið kaflann upphátt og spurðu hvað nemendur telji að vinabekkur sé. Þetta samtal getur farið fram hvort sem er á ensku eða íslensku. Verkefnabók bls. 7 3 Busy morning rap Hlustaðu á Busy Morning Rap í nemendabókinni á bls. 6 og skrifaðu orðin sem vantar í eyðurnar. 4 Make it right Skrifaðu tölustafi í reitina þannig að samtalið sé í réttri röð. Nemendabók bls. 8-9 We all like sport FIRST! Which sports are you interested in? Í textunum á bls. 8-9 lesa nemendur um þrjú börn frá Englandi, Bandaríkjunum og Ástralíu sem tala um íþróttaáhuga sinn. Nemendur æfa setningagerðina I‘m interested in og heyra dæmi um hvernig sagt er frá hvaða daga maður æfir, t.d.: On Wednesdays, I … Nemendur skiptast á að segja frá því hvaða íþróttagreinum þeir hafa áhuga á. Skoðið myndirnar við textann og ræðið hvaðan börnin koma og hvaða íþróttir þau stunda. Hlustið því næst á textana einn í einu og spurðu spurninga inn á milli til að hvetja nemendur til stuttra samræðna: • Olivia plays wheelchair tennis. Has any of you ever heard of that? • Do you know what the Paralympic Games are? • Do you know what cheerleading is? Do you think it’s for both boys and girls? – Yes, you’re right. It is. Ólympíuleikar fatlaðra er stærsta og virtasta íþróttamót í heimi fyrir fatlaða íþróttaiðkendur. Þeir eru haldnir í beinu framhaldi af Ólympíu- leikunum, í sömu borg og á sama leikvangi. English at home a. Lestu Summer is over upphátt. b. Finndu öll orð sem tengjast íþróttum í textanum. Segðu orðin upphátt og búðu svo til setningu með hverju orði. c. Búðu til samtal á sama hátt og í 4. verkefni í verkefnabókinni. Notaðu sama form en skiptu út orðum þannig að samtalið snúist um nýjar íþróttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=