Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

What's your sport? 1 16 1 What's your sport? Í What‘s your sport er fjallað um hversdagsathafnir og íþróttir jafnframt því sem lengri lestextar innan ólíkra efnisflokka eru kynntir. Nemendur kannast eflaust við systkinin Ameliu og Liam frá Yes we can 4. Þau fluttu með foreldrum sínum til Írlands og ganga í skóla í Dublin. John, stóri bróðir þeirra, kemur líka við sögu. Vekið athygli nemenda á að enska er töluð á marga vegu. Tekin verða dæmi um bandarískan framburð, ástralskan og auðvitað breskan og nýta má þau dæmi til samræðna um samhengi máls og menningar og um stöðu ensku sem alþjóðatungumáls með margskonar mállýskur. Í 1. kafla lesa nemendur m.a. um börn frá ólíkum enskumælandi löndum sem segja frá uppáhaldsíþróttinni sinni. Eitt af börnunum er í hjólastól og í því samhengi má ræða Ólympíuleika fatlaðra sem Oliviu dreymir um að taka þátt í. Textarnir í kaflanum bjóða einnig upp á umræður um Sports camps sem hafa verið við lýði í Bandaríkjunum og Englandi í árafjöld, m.a. vegna þess að foreldrar þar hafa ekki jafn langt sumarfrí og tíðkast á Íslandi. Reyndar er slík frístundastarfsemi að verða æ algengari hér á landi. Að lokum æfa nemendur sig í að tala um íþróttaútbúnað og æfingatíma og aftast í kaflanum er uppskrift að súkkulaðibitakökum. Upplagt er að láta nemendur baka þær. Orð og setningagerðir kaflans • early, late, ten to, ten past, favourite, goggles, diving, I get dressed, thirsty, hungry, tired, wake up • I’m interested in … • On Wednesdays, I … • When do you …? Málfræðileg áhersla • Reglulegar sagnir í nútíð Verkefnabók bls. 4-5 Soon • I can tell others about my daily routines • I can ask and answer questions about sports activities • I can use verbs in the present tense. Farið fyrst í gegnum námsmarkmiðin í sameiningu og nemendur finna dæmi um sagnorð sem lýsa hversdagsathöfnum eða íþróttum. Minntu nemendur á að present tense þýðir nútíð. Í málfræðikennslu Yes we can 5 þarf kennarinn að útskýra bæði á ensku og íslensku. Notaðu myndir og setningar úr bókinni til stuðnings, láttu nemendur lesa setningarnar upphátt en leyfðu þeim einnig að spyrja eða koma með útskýringar á íslensku. Sagnorð Skoðið myndirnar á opnunni og lesið setningarnar saman. Ýkið s-hljóðin í lok orða til vekja athygli á formi 3. pers. et. Láttu nemendur finna mismuninn í dæmunum og spurðu: Look at these two sentences. What are the children doing? What‘s the difference? Biddu nemendur að taka eftir hver það er sem er að gera eitthvað og lesið síðan setningarnar í appelsínugula rammanum. Með því að bera saman dæmin efst á síðunni geta nemendur auðveldlega sannað regluna um að það bætist -s við sagnorð í nútíð þegar um 3. pers. et. er að ræða. Að lokum er textinn Eat (bls. 4 í verkefnabók) lesinn upphátt og gætt vel að því að nemendur segi 3. pers. s-ið skýrt og greinilega. Áður en nemendur leysa verkefnin á bls. 5 er upplagt að fara hring í bekknum þar sem nemendur segja sjálfir frá hvenær þeir vakna og borða morgunmat: • Anna, when do you get up? • Matthildur, when do you eat breakfast? Námsmarkmið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=