Yes we can 5 - Kennsluleiðbeiningar

• vera þátttakendur í eigin námi, meta verkefni sín og framfarir. Í Yes we can er lögð áhersla á leiðsagnarmat fremur en lokamat með það að leiðarljósi að gera nemendur meðvitaðri umeigin námsaðferðir og námsferli. Í efninu gefast margir möguleikar á að samþætta vinnuna með mótandi námsmati, bæði með munnlegum og skriflegum verkefnum, m.a. vegna þess að mörg verkefni byggja á því að nemendur sæki í eigin þekkingu og reynslu og þurfa ekki endilega að ná fram ákveðinni niðurstöðu. Hafa ber í huga að þetta snýst ekki um að sannreyna hvort nemandinn hafi leyst ákveðið verkefni eða ekki, heldur frekar um í hvaða mæli viðmiðum er náð. Um leið er stöðugur stuðningur kennara mikilvægur – ekki í formi prófa heldur með samtölum, leiðbeiningum og uppbyggilegri endurgjöf. Ekki er hægt að reikna með að allir nemendur nái jafnlangt hvað markmið varðar og sem kennari verður maður að vera tilbúinn að aðlaga markmiðin og/eða setja upp einstaklingsbundin markmið fyrir einstaka nemendur. Þegar nemandi tekur virkan þátt í þessu ferli kemur greinilega fram hvaða þætti hann á í erfiðleikum með og hvaða þáttum hann hefur náð fullnægjandi tökum á. Námsmat fer fram á mismunandi hátt í Yes we can: Fyrir kennslu Alltaf skal fara yfir námsmarkmiðin sem koma fram í byrjun hvers kafla í verkefnabókinni. Það á að vera skýrt hvað nemendur eiga að leggja áherslu á, bæði hvað varðar orðaforða, efnistök og mat. Góð yfirsýn hefur mikil áhrif á hvernig nemendur nálgast verkefnin. Þegar þeir þekkja til innihalds og forms átta þeir sig betur á því til hvers er ætlast af þeim svo þeir nái hæfnimarkmiðum sínum. Veittu athygli mismunandi námsaðferðum sem nemendur nota til að ræða markmiðin, t.d. með því að gefa dæmi um orð og setningagerðir innan efnisins. Meðan á kennslunni stendur Notið samvinnunám fyrir símatið. Það getur verið mjög góð leið til að skoða hvernig nemendur vinna með innihald og orðaforða sem þeir hafa þegar lært. Taktu eftir hvernig nemendur svara hver öðrum, hvort þeir muna og hafa getu til að hafa svör sín ítarleg eða hvort þeir láta einstök orð duga og láta félaga eða hópinn stýra aðgerðum. Áður en nýr texti er tekinn fyrir er mikilvægt að tryggja að nemendur tileinki sér orðaforðann sem tilheyrir honum. Hægt er að búa til munnleg verkefni þar sem nemendur taka saman og endursegja það sem þeir hafa unnið með, eða þeir koma með dæmi um hvernig hægt er að nota lykilorð kaflans og setningagerðir. Eftir kennslu Í nemendabókinni enda allir kaflar á opnu sem ber yfir- skriftina Challenge og þar fá nemendur þrjár gerðir verkefna: Perform, Create og Find out. Hvert þessara verkefna hvetur til einstaklingsvinnu og skapandi verkefna sem grundvallast í kennslutextunum en gefa einnig möguleika á sjálfstæðri afurð þar sem stafræn verkfæri koma við sögu. Farið í gegnum upphafssetningarnar saman og talið einnig um 100 magic words neðst á síðunum. Hvettu nemendur til að nota þau í sínum verkefnum. Meta skal hvort nemendur eigi að fá að velja sér verkefni alveg sjálfir eða hvort stundum eigi að stýra valinu. Vertu viss um að markmiðin fyrir hvert og eitt verkefni séu nemendum skýr og leggðu áherslu á endurgjöf þannig að nemendur séu öruggir um námsaðferðir sínar og meðvitaðir um hvernig þeir ná markmiðunum. Í verkefnabókinni enda allir kaflar á Let‘s go sem markvisst fylgir eftir námsmarkmiðum. Nemendur vinna verkefni út frá þeirri málfræði sem fjallað var um og orðaforða kaflans. Að lokum meta nemendurnir sjálfir hversu vel þeir telja sig hafa náð námsmarkmiðum. Ljúktu þessum hluta með samræðum um Námið mitt. Í hverjum kafla fá nemendur tvær spurningar sem snúa að þeirra eigin námi, t.d. í sambandi við aðferðir, áskoranir innan ákveðinna gerða af verkefnum, hvort einhver geiri námsins sé í meira uppáhaldi en aðrir og aðferðir til að vinna með enskar vefsíður. Þetta samtal er mjög mikilvægt þar sem það gerir nemendur meðvitaða um þau mörgu skref sem þeir taka í enskunámi sínu til að verða sífellt leiknari í málinu. Einnig er hægt að nota Let‘s do more sem námsmatsverkfæri. Nemendur vinna saman í pörum og keppa hvor við annan. Hverjum kafla fylgir blaðsíða til að ljósrita með spurningum úr textum og efnisköflum. Hlustaðu og veittu því athygli hvernig nemendur nálgast verkefnið; hvort þeir hjálpast að, hvort þeir svara spurningunum með stökum orðum eða í heilum setningum o.s.frv. Aðstoðaðu þá með orðaforða eða málfarserfiðleika og bættu við spurningum ef þér finnst eitt eða fleiri pör þurfa meira krefjandi verkefni. English at home English at home er sá hluti Yes we can námsefnisins sem snýr að heimanámi. Í hverjum kafla fyrir sig eru tillögur að heimanámsverkefnum sem nemendur vinna sjálfstætt eða með aðstoð fullorðins á heimilinu. Þrátt fyrir að nemendur séu nú komnir á miðstig er alltaf mælt með því að þeir hafi hlustanda við upplestrarverkefni. Verkefnunum er ætlað að brúa bilið milli ensku í skólastofunni og ensku í daglegu lífi. Verkefnin byggja á því sem unnið hefur verið með í skólanum og eru því hugsuð sem endurtekningar eða viðbótarþjálfun. Áhersla er á upplestur, framburð, orðaforðavinnu og endurtekningu á orðmyndum og setningamyndum. Að gera kennsluna sem besta 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=