Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Lesið og skilið orð sem fjallar um andstæður • Skrifað texta sem inniheldur andstæður • Lýst mismunandi risaeðlum með útvöldum lýsingarorðum 5 Find and match the opposites Til að tryggja að öll skilji hvað átt er við þegar talað er um andstæður, skaltu finna til og nefna nokkur íslensk andstæðupör. Lesið því næst orðin í bókinni saman og þýðið þau. Nemendur tengja því næst saman andstæðupörin. Verkefnið heldur áfram á ljósriti 6.1 A og B Find the opposite og Read and mark. Let’s play – What is the opposite? Finndu flettispjöldin með orðunum up, down, in, out, over, under, young, old, heavy og light, og settu þau í bunka. Nemendur skiptast á að draga orð úr bunkanum. Einungis sá sem dregur orðið fær að sjá það. Nemandi dregur t.d. orð og spyr What is the opposite of up? Hin í bekknum svara It is down. 6 Write sentences and use opposites Nú eiga nemendur að nýta þekkingu sína á andstæðum til þess að búa til setningar. Farðu yfir dæmið með nemendum svo þau geti notað það sem fyrirmynd þegar þau gera eigin setningar. 7 Read and write FIRST! Biddu nemendur að skoða myndirnar af risaeðlunum þremur og láttu þau lýsa þeim með eins mörgum orðum og þau geta. Þennan hluta verkefnisins leysa þau í pörum með því, t.d. að skiptast á að benda á eina af myndunum og segja eitt eða fleiri orð. Then: Biddu nemendur að nota orðin efst í verkefninu til að lýsa risaeðlunum þremur. Einhver nemenda munu eflaust láta sér nægja að skrifa orðin meðan önnur munu skrifa heilar setningar. Mikilvægast er þó að öll muni leggja sitt af mörkunum. Minntu á að það er ekkert svar réttara en annað í þessu verkefni. Svörin munu verða mismunandi, bæði hvað varðar umfang og innihald. Let’s play 5 Find and match the opposites 6 Write sentences and use opposites Let’s play What is the opposite? 7 Read and write FIRST! Describe the dinosaurs on the pictures heavy two legs teeth small wings horns big tall brown yellow green light four legs long neck tail 6.1 I am young, my grandfather is old. 7 Lestu orðin. Veldu orð og skrifaðu setningar sem lýsa risaeðlunum. 5 Lestu orðin og tengdu saman andstæður. Ræðið andstæðuorðin. T.d. What is the opposite of old? 6 Notaðu andstæðupör til að búa til setningar. up out down heavy old small seventy-seven / 77 76 / seventy-six big over young short under in tall light 86 6 Digging for dinosaurs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=