Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

Notaðu kveikjumyndina Farið í könnunarleiðangur um kveikju- myndina. Byrjaðu á því að að nota þekkt og gagnsæ orð þegar þú segir frá því sem þú sérð. Hvað telja nemendur að kaflinn muni fjalla um? Hlustið á orðin og orðasamböndin. Hér mun lestrartækni koma að góðum notum við að skilja einfaldan fræðitexta á ensku. Það gæti einnig komið sér vel að safna saman fræðibókum um risaeðlur, bæði á ensku og íslensku og hafa þær tiltækar í kennslustofunni, bæði til stuðnings við efni kaflans en einnig til að dýpka efnið sem eflaust mun vekja áhuga margra. Ræðið hvað þið sjáið á myndinni. • Now I know that you are very interested in dinosaurs! Who can tell us what this dinosaur is called? “T-Rex”, yes, that’s right. • I wonder, what does “Digging for dinosaurs” mean? • Look carefully at the picture. Are all dinosaurs big? No, some are very small. • What about this dinosaur? Give me some words that describe this dinosaur. • Take a look at these two dinosaurs. What is the same? What is different? Kynntu ný orð til sögunnar Kynntu orð og orðasambönd kaflans. Ef til vill með hjálp flettispjalda eða með því að varpa þeim upp á töflu. Notaðu nýju orðin til að spyrja spurninga og gefa fyrirmæli. Hjálpaðu nemendum af stað í umræðum með því að gefa hugmyndir að byrjun á setningum og leyfðu þeim að koma upp að töflunni og benda á orð sem þeim langar að læra. Ræðið einnig hvað andstæður eru: • Getur einhver sagt mér hvað andstæður eru? Á ensku heita þær opposites. Í þessum kafla lærum við margar opposites. • Listen to these opposites: young – old. What do the words mean? • Let’s see if we can find a young dinosaur in the picture. Who can spot an old dinosaur? Búið til setningar Nemendur hafa nú lært mörg orðasambönd sem þau geta nýtt sér við að segja frá því sem þau sjá á myndinni. Hvettu nemendur til að tala ensku og nota orðasamböndin í umræðunum. • There are … trees in the picture. • I like this dinosaur best. • My favourite dinosaur is the … • This is a … • I can see … Hlustið og leitið á kveikjumyndinni Spilaðu hlustunartextana með kveikjumyndinni. Mundu að staldra við reglulega. Hvaða risaeðlur eru nefndar? Gefðu nemendum tækifæri á að sýna að þau skilji innihald textanna. Hlustunarefni – Kveikjumynd 1. Look at those two dinosaurs over there. They are running up and down the cliff. Up and down, up and down. Can you see them? 2. This is a Pteranodon. It has wings and can fly. That is a Diplodocus. It has a long tail and a long neck. Can you find the Pteranodon? 3. It is big and it has a tail. It has two legs and two short arms. It has very sharp teeth. Hm … Which dinosaur do you think it is? 4. Some dinosaurs are very big. Some dinosaurs are small. - Yes, and some dinosaurs are very heavy. - Look, I can see a young dinosaur over there. - Where? - There! Can you see it? 5. I like reading about dinosaurs. I have lots of books about dinosaurs. Dinosaurs are cool and scary. I think my favourite dinosaur is the T-Rex. What is your favourite dinosaur? Let’s play! Hvernig ætli það væri að ferðast aftur á bak til tíma risaeðlanna? Ímyndið ykkur að þið séuð inni í kveikjumyndinni og lýsið því sem þið sjáið, heyrið og finnið lyk af. Notið orðasamböndin úr síðasta kafla; I can see …, I can smell … I can hear … - I can see many dinosaurs. - I can hear a scary dinosaur - grrrr! - I can smell grass. - I can smell old meat. 6 Digging for dinosaurs 83

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=