Let’s play – The fish in the red sea. Leikurinn nýtist til að rifja upp litina. Einn nemandi er fiskur og stendur með andlitið að veggnum. Hin standa við vegginn á móti. Fiskurinn segir lit og tölu. T.d. red, two. Þau sem eru í rauðum fötum fara tvö skref áfram. Leikurinn heldur áfram og sá sem er fyrstur að veggnum verður næsti fiskur. 19 Read and mark Nemendur hafa nú hlustað á textann í verkefni 18 nokkrum sinnum. Nú sýna þau að þau hafi skilið innihaldið með því að klára setningarnar fjórar og merkja í réttan reit. Ef til vill má hlusta á textann eina ferðina enn meðan þau leysa verkefnið. Nemendur lesa að lokum setningarnar upphátt. 20 Let’s count Finnið flettispjöldin með litunum og spurðu What colour is your bedroom? Láttu nemendur skiptast á að svara og senda spurninguna svo áfram til næsta. Nú vita öll hvaða liti þau þurfa til að fylla út súluritið. Nemendur gera könnun í bekknum og finna út hvaða litir er á herbergjum bekkjarfélaga þeirra. Hver nemandi velur fimm liti, skrifar þá undir súluritið og spyr því næst bekkjarfélagana. Farið yfir niðurstöðurnar sameiginlega. • What did you find out, Áskell? Well done! You found seven children who have a blue bedroom. What about green? How many of your friends have a green bedroom? Verkefnið heldur áfram á ljósriti 4.8. Let’s play Let’s do more Write: Ljósrit 4.9 A og B A Let's read more B Read and mark Play: Mr. Big Ben Einn nemandi er Mr. Big Ben og stendur með bakið í hin. Restin af nemendum stendur á línu fimm til sex metrum frá Mr. Big Ben. Nemendur hrópa What time is it, Mr. Big Ben? Mr. Big Ben svarar með tímasetningu. T.d. It is two o’clock. Öll færa sig tvö skref áfram og frjósa. Mr. Big Ben snýr sér við og þau sem ekki standa alveg kyrr fara aftur á upphafsreit. Mr. Big Ben snýr sér aftur við og leikurinn heldur áfram. Sá/sú sem fyrst snertir vegginn er Mr. Big Ben í næstu umferð. Read Speak Poster Play Write MOD English at home 4.c English at home 4.C a Lestu textann upphátt með þeim sem aðstoðar þig við heimanámið. Æfðu þig þar til ykkur finnst hraðinn og framburðurinn orðinn góður. b Skrifaðu texta um þig, vin þinn eða einhvern í fjölskyldunni. Skrifaðu á sama hátt og gert er í verkefni 18. c Strikaðu undir öll lýsingarorðin í textanum þínum. Hve mörg voru þau? Gætir þú gert textann betri með því að bæta við fleiri lýsingarorðum? 4 Come in! 65
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=