Hlustið og leitið á myndinni Láttu nemendur leita að upplýsingum á myndinni og hvettu þau til að nota nýju orðin. What does Jack eat for dinner? Smellið á orðin, hlustið á þau og endurtakið. Leyfðu nemendum að hjálpa til að flokka orðin með því að gera hringi utan um þau, t.d. Sara, can you come up and circle all the things you can eat? Tell me, what did you find? Spilaðu hlustunarefnið sem tilheyrir kveikjumyndinni. Spilaðu einn texta í einu og leyfðu nemendum að sýna fram á að þau skilji innihaldið og spurningarnar með því að bregðast við því sem börnin segja. Biddu þau að koma upp að töflunni og svara spurningunum eða finna það sem talað er um. Notaðu kveikjumyndina Skoðið kveikjumyndina og leyfðu nemendum að geta sér til um hvað unnið skal með í kaflanum. Hlustið saman á orðin og orðasamböndin og skoðið klukkurnar. Hengdu veggspjaldið með markmiðum kaflans upp svo öll séu meðvituð um þau áður en hafist er handa við verkefnin. Það að nota reynslu úr eigin daglega lífi virkar mjög hvetjandi á nemendur til að tala ensku. Í þessum kafla nota nemendur orð og hugtök til að segja frá sínu lífi því sem þau gera dags daglega. Þau æfa sig einnig í að segja hvað klukkan er á ensku. Til að byrja með er unnið með heila og hálfa tímann. • Ok, boys and girls, let’s explore! Look at the picture. Tell me, what can you see? • Jack is having cereal for breakfast. Do you know what “cereal” means? I wonder, how many of you had cereal for breakfast today? Upprifjun – tölur Teljið á klukkunni frá 1 til 12. Teljið hve margir nemendur eru í bekknum og og hver mikið er af ákveðnum hlutum á myndinni. • How many clocks are there in the picture? • How many boys are there in the classroom? Ræðið um daglegt líf Ræðið hvað nemendum þykir gott að borða. • Jack eats a sandwich for lunch. What do you eat for lunch? And breakfast? • Jack has breakfast at half past seven. Tell me, what time do you have breakfast? Ræðið klukkuna Lítið á klukkuna og ræðið hvað er gjarna gert á ákveðnum tímum dagsins. • Point to the clock showing four o’clock. What is Jack doing? • What do you do at four o’clock? • What does Jack do at six o’clock? Yes, he watches TV. Do you watch TV at six o’clock? Tell me, what do you watch? Hlustunarefni – Kveikjumynd 1. It is half past seven and Jack is having breakfast. He is eating cereal. What is he drinking? 2. It is ten o’clock and Jack and Molly are at school. Molly is writing on the whiteboard. Jack has put his pencil behind his ear. What colour is Jack’s pencil? 3. Lunch at last! I am so hungry. Today I have a sandwich and a bottle of water. Yes! I have got my favourite fruit today! What is Jack’s favourite fruit? 4. Today we are having chicken for dinner. I really love chicken! We eat dinner at the same time every day. At what time is Jack having dinner? 5. It is six o’clock, and Jack and his little sister are watching TV. Grandpa likes watching TV with them. What colour is Jack’s jumper? 6. It is early in the morning. Jack is tired, but he has to get up. What time is it? Let’s play! Einn nemandi er Mr. Big Ben, og stendur upp við vegginn með bakið í hin, sem standa við línu um 5-6 metrum frá Mr. Big Ben. Þau hrópa: What time is it, Mr. Big Ben? Mr. Big Ben svarar, t.d. It is two o’clock, og öll fara áfram um 2 skref og frjósa. Mr. Big Ben telur uppá 2 eins fljótt og hann getur, snýr sér við og athugar hvort hann sér einhvern hreyfa sig. Ef einhver er á hreyfingu þarf viðkomandi að fara aftur á upphafspunkt. Sá eða sú sem fyrst snertir vegginn við hlið Mr. Big Ben tekur við hans hlutverki. 2 My day 31
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=