Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

3 Listen and draw a line Fáðu fjóra nemendur upp að töflu og búðu til gátu um hvern og einn í líkingu við lýsingarnar í verkefni 3. Láttu hin í bekknum giska um hvern þú er að tala. • He has dark hair. He is good at playing football. Who is he? Yes, it’s Tobias! Hlustið á lýsingarnar. Biddu nemendurna að fylgjast með textanum og myndunum meðan þau hlusta. Stoppaðu eftir hverja lýsingu og endurtaktu. Tengið lýsingarnar við réttar myndir. Láttu nemendur svo lesa setningarnar upphátt hvert fyrir annað. 4 Circle He and She Nemendur gera hring um orðin He og She í textanum. Orðin eru bæði meðal algengustu orðanna í ensku. Til að auðvelda lestrar- og ritunarferlið er afar mikilvægt að nemendur festi slík orð í minni og geti þekkt þau í texta án þess að þurfa að lesa staf fyrir staf. 5 Listen and draw Stilltu nemendum upp í hring og láttu hvern og einn lýsa hári þess sem stendur hægra megin við viðkomandi. • Bryndís has short hair. Í næstu umferð eiga nemendur að segja nafn þess sem er vinstra megin og segja frá einhverju sem viðkomandi er góð/ur í. • Máni is good at swimming. Útskýrðu að she má nota þegar talað er um stelpur og he þegar talað er um stráka. Endurtaktu æfinguna. • Bryndís has short hair. She has short hair. • Máni is good at swimming. He is good at swimming. Let’s do more Write: Ljósrit 1.2 Read and draw a line Ljósrit 1.3 Meet my friends Play: Skrifaðu á töfluna eða sýndu með flettispjöldum hvernig hægt er að lengja setningarnar. Biddu því næst nemendur að vinna tvö og tvö saman við að búa til setningar á Myndaveggnum. Þau skiptast svo á að lesa setningar sínar upphátt hvort fyrir annað og leiðrétta ef þörf er á. Read Speak Poster Play Write MOD 1 New friends 21 English at home 1.a English at home 1.A a Lestu samtölin upphátt og gættu að því að lesa öll hlutverkin. b Æfðu þig að segja frá þrennu sem þér þykir skemmtilegt að gera. Notaðu I like …. Spurðu einhvern á heimilinu (eða hringdu í vin) What about you? What do you like doing? c Veldu fjögur æfingaorð af kveikjumyndinni og æfðu þig að stafa þau. Segðu bókstafina upphátt og skrifaðu þau. Veldu orðin fyrst og sýndu þeim sem hjálpar þér með heimanámið. Hann/hún spyr þig: • Pupil. How do you spell the word pupil? × p-u-p-i-l. • Very good. Now write the word. Can you also use the word in a sentence? * Ljósrit með textum og verkefnum finnur þú á vefsvæðinu. Í námsefninu er oft gert ráð fyrir því að heimaverkefnin séu unnin í samvinnu við foreldra eða aðra á heimilinu. Þetta gefur aukna möguleika á að æfa sig munnlega, einnig þegar heim er komið og tengir betur það sem lært er í skólanum við daglegt líf heima fyrir. Mælt er með því að þetta sé rætt sérstaklega í samtölum við foreldra í upphafi skólaárs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=