Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

• Listen! If I say “It is August", what does that sound like? • And what about “December”? What do you think “December” means? Farið með mánaðarnöfnin í réttri röð svo þau lærist sem runa. Ræðið mánuðina við hvert tækifæri til að festa ensk nöfn mánaðanna vel í minni. Notið einnig orðið months í því samhengi. • My birthday is in June. When is your birthday? • Let’s say all the months together. Stand up when we say your birthday month. Notaðu mánuðina þegar þú hleypir nemendum út í frímínútur. • If your birthday is in September, you can leave the room. 2 What is the weather like today? Í morgunstund gefst kjörið tækifæri til þess að ræða um veðrið. Nemendur þekkja ýmsar útfærslur af veðurlýsingum úr Yes we can 2 og 3. Komdu umræðum af stað með því að spyrja einfaldra já og nei spurninga, t.d. Is it cold? Nemendur svara með Yes, it is eða No, it is not. Orðin it is not eru gjarna dregin saman í isn’t. Hér má einnig einnig vinna með flóknari svör ef tilefni þykir til 3 Let’s talk Dagarnir komu við sögu bæði í Yes we can 2 og 3. Eftir því sem bætist við orðaforðann má byggja ofan á það sem unnið var með þar. Nemendur vita að dagurinn í dag kallast today. Nú læra þeir að gærdagurinn kallast yesterday og morgundagurinn tomorrow. English every day gefur kost á því að æfa dagana og tímahugtökin today, yesterday, tomorrow. What day is it today? What day is it tomorrow? What day was it yesterday? Það er mikilvægt að nemendum verði tamt að nota orðasamböndin sem þau hafa lært, bæði innan og utan kennslustofunnar. Þau skulu geta spurt spurninga og svarað út frá sínum eigin skoðunum og vangaveltum. Notið orðasamböndin markvisst þegar þið ræðið um kveikjumyndina. Þegar spurningarnar fjalla um eigin væntingar og reynslu verða samtölin mun meira hvetjandi fyrir nemendur. 4 Let’s play! Þessi gamalkunna þula hentar vel til að æfa tölurnar. Hlustið fyrst á hana. Öll standa í hring. Veldu einn nemanda til að vera “Jack”. Segðu Who stole the cookie from the cookie jar? Öll svara: Jack (Skiptið út fyrir nafn á viðkomandi nemanda) stole the cookie from the cookie jar. Jack: Who me? Alle: Yes, you! Jack: Not me! Alle: Then who? Byrjaðu að telja við “Jack” og haltu áfram við næstu við hlið hans: Ten, twenty, thirty, fourty, fifty, sixty, seventy, eighty, ninety, one hundred. Sá sem er one hundred er úr leik og sest á gólfið en fer samt með þuluna ásamt hinum. Veldu nýjan Jack og haldið leiknum áfram þar til eitt er eftir. 5 How are you feeling? Nemendur þekkja nú mörg virkniorð en það er einnig mikilvægt að kunna orð sem tjá tilfinningar, þegar þau lýsa sér og öðrum. Skoðið myndirnar og farið yfir orðin. Láttu nemendur æfa þau í pörum eða hópum. Einnig má leika tilfinningarnar og láta aðra giska. English every day 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=