lærð orð eru sótt og notuð í nýju samhengi örvast og styrkist huglægt net nemenda. Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þeir verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku, íslensku og örðum málum. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þeir þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkun sína að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur geti aðlagað mál sitt samhenginu þurfa þau smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir: Cameron, L. (2001): Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press Schmitt, N. og McCarthy, M. (red.) (2008 [1997]): Vocabulary: Description, acquisition and peda- gogy. Cambridge: Cambridge University Press Thornbury, S. (2002): How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. (2008): Det flerspråklige menneske: En grunn bok om skriftspråklæring. Landslaget for norskunder-visning. Bergen: Fagbokforlaget. Kennslufræðilegar vangaveltur 15
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=