Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

Þegar nemandi byrjar að læra ensku í skóla hefur heilinn þegar myndað tungumálamynstur, við það að tileinka sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfærir heilinn á nám nýs tungumáls og því er afar mikilvægt að nemendur fái frá upphafi að vinna með grundvallar orðasambönd sem smám saman festast í minninu. Þau lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að orðasamböndin eru samsett úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi Málörvun og framvinda enskunámi þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningavit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmis konar námstækni sem þau sjálf eru ekki meðvituð um í upphafi. Börn á þessum aldri hafa oft líflegt ímyndunarafl og vilja gjarna leika sér. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og hana þarf að þjálfa upp með stuttum námslotum og mikilli fjölbreytni. Mikil áhersla er lögð á málörvun í námsefninu. Nemendur þroska skilning á samhenginu milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Rannsóknir staðfesta að leikur með orð og hljóð á borð við það að finna líkindi og ólíkindi, eða að taka burtu hljóð úr orði og setja annað í staðinn, léttir nemendum lestrarnámið. Þetta á við hvort sem er um fyrsta eða annað tungumál. Á vefsvæðinu finnur þú framburðarmyndbönd sem hjálpa nemendum og kennurum með hljóð sem eru frábrugðin í ensku. Horfið saman á myndböndin og æfið framburðinn. Framvindan í Yes we can þróast frá áherslu á hlustun, endurtekningu og skilning til munnlegrar tjáningar og síðar til markvissrar ritunar og lesturs. Verkefnin í My Book eru gerð með þetta í huga. Nemendur prófa sig áfram með ritun á sama tíma og þau kynnast bókstöfunum og einföldu setningamynstri fyrstu árin. Upp frá því verður aukin áhersla lögð á sjálfstæðari vinnu við ritun og lestur. Orð og setningamynstur í Yes we can eru orð og setningamynstur valin með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Yfirlit yfir hvaða viðmið eru til hliðsjónar í hverju verkefni má finna á vefsvæði námsefnisins. Markmið hvers kafla eru skilgreind í Teacher’s Book. Viðfangsefni og orðaforði efnisins eru sótt í nánasta umhverfi nemenda. Efnið reynir á hlustunar- og lesskilning um leið og nemendur styrkja tal- og rithæfni sína með því að hlusta á og upplifa ensku í fjölbreyttum aðstæðum. Nemendur læra ensk orð áður en málskilningur í þeirra móðurmáli eru orðinn fullþroskaður. Umfang orðakunnáttu þeirra þroskast jafnt og þétt gegnum skólagönguna og út allt lífið. Í Yes we can eru æfingaorðin valin út frá megin viðfangsefnunum. Ætlunin er að nemendur þekki þessi orð og kunni þegar þeir fara sjálfir að lesa og skrifa. Að auki er áhersla lögð á algengustu orðin í ensku. Það er fjöldi fallorða auk smáorða á borð við forsetningar, aukasagnir, greina og fornöfn. Það er ekki auðvelt að myndgera smáorðin á flettispjöldum en nemendur eru fljótir að læra orðmyndir þeirra og þekkja þau í texta. Í námsefninu eru verkefni þar sem nemendur eiga að finna og setja hring utan um orðin í söngvum og vísum. Þegar unnið er markvisst með algengustu orðin frá upphafi námsferlisins fá nemendur góðan grunn fyrir lestur og ritun og eiga auðveldara með réttritun þegar áhersla eykst á þann þátt tungumálanámsins seinna meir. Orðin verða þannig mikilvæg verkfæri þegar nemendur fara að skrifa sinn eigin texta. Tungumál uppgötvað Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þau mæta. Þau gerast tungumálspæjarar og þetta verða fyrstu kynni þeirra af málfræði, þó fyrstu skrefin einkennist af leik og skemmtilegum athöfnum. Yes we can miðar að því að skapa frjóan jarðveg fyrir dýpra nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám, sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en það sem einkennist eingöngu af minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í töluðu máli en seinna einnig í ritun. Meiri áskoranir fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meiri áskorun t.d. flokkun orða eftir ákveðnum viðmiðunum eða að raða þeim í rétta röð. Verkefnin í Yes we can taka mið af þessari framvindu. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innan ákveðins flokks, þar sem valið er milli nokkurra möguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg nálgun hefur jákvæð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum, að þau hafa virkilega tileinkað sér orðin. (Thornbury 2002.) Kerfisbundinn framgangur og endurtekning Nemendur þurfa að sjá orð töluvert oft áður en þau festast í langtímaminninu. Þeir þurfa að þekkja þau, nota þau og nota þau aftur í nýju samhengi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mikil áhersla er lögð á upprifjun og endurtekningu í Yes we can. Þegar Kennslufræðilegar vangaveltur 14 Kennslufræðilegar vangaveltur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=