12 efnum þar sem samvinna og hreyfing eru í hávegum höfð. Ef þessi verkefni eru ekki notuð í hefðbundinni bekkjarkennslu má nýta þau sem viðbótarverkefni. Í lok hvers kafla eru svo enn fleiri verkefni sem vinna má með stafrænt, eða á annan hátt. English at home Yes we can 4 inniheldur einnig hluta sem snýr að foreldrum – English at home. Í öllum köflum eru tillögur um hvernig nemendur – í samvinnu við foreldra sína – geti haldið áfram að vinna með ensku heima fyrir. Ætlunin er að gefa nemendum tækifæri til að byggja brú á milli vinnu í enskutímum og hversdagslífs heima fyrir. Þannig eru nemendur hvattir til að draga eigin nærumhverfi inn í vinnuna með kaflana, t.d. með þvi að lýsa eða kynna fjölskyldu sína, heimili, áhugamál eða óskir. Verkefnin gefa einnig foreldrum hugmyndir um hvernig þau geta hjálpað börnum sínum að æfa orð og orðasambönd úr einstökum köflum. Leiðsagnarmat Í Yes we can er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teachers Book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta en á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið unnið er með í hverjum hluta fyrir sig. Yes we can byggir á meginhugmyndum um markmiðsmiðaða kennslu, þ.e. að náin tengsl séu á milli námsmarkmiða, verkefna og námsmats. Það er því mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um að hverju er stefnt og hvar þau eru stödd í ferlinu hverju sinni. Markmiðin skulu alltaf vera sýnileg svo þau sjái tilganginn með hverju verkefni og hvaða leið þau skuli fara í átt að markmiðunum. Á sama hátt er einnig mikilvægt að nemendur viti hvernig vinna þeirra verður metin að lokum. Mundu að það er ekki aðalatriðið að skera úr um hvort nemandi hafi leyst verkefni eða ekki, heldur hvort markmiðum hefur verið náð. Sem kennari verður þú að gera ráð fyrir því að nemendur nái mislangt í átt að markmiðunum og þá er mikilvægt að geta aðlagað markmiðin og/eða sett einstaklingsbundin markmið fyrir suma nemendur. Með því að hafa nemendur með í þessu ferli verður skýrara hvaða þættir valda erfiðleikum og hvaða þættir eru fulllærðir. Í öllu ferlinu skiptir sköpum að matið innihaldi endurgjöf frá bæði nemendum og kennurum svo hægt sé að aðlaga kennsluna að þörfum hvers bekkjar. Allt námsmat á fyrstu stigum skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • Skilja hvað þau eru að læra og hvers ætlast er til af þeim. • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar. • fá leiðbeiningar um hvernig þau eiga að undirbúa sig. • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun. Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can. Kennarinn metur framgang nemenda á mismunandi sviðum jafn óðum, út frá markmiðum og hæfniviðmiðum. Námsmatsverkefnin Now I know nýtast vel sem liður í leiðsagnarmati. Áður en nemendur hefjast handa við nýjan kafla er farið í sameiningu yfir kynningarsíðurnar til að fá yfirsýn yfir komandi áherslur, bæði hvað varðar orðaforða, efnistök og mat. Slík yfirsýn hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig nemendur nálgast verkefnið, þar sem þau fá þannig meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart eigin námi. Þegar nemendur þekkja til innihalds og eðlis verkefnisins geta þau undir- búið sig undir komandi verkefni og gert sér í hugarlund hvers krafist er af þeim til að ná markmiðum. Á sama tíma er mikilvægt að þau fái stuðning frá kennara, ekki í formi prófa, heldur samtala, leiðbeininga og uppbyggilegrar endurgjafar. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat en árangursmat, til að nemendur verði betur meðvituð um eigin námstækni og -ferla. Í námsefninu gefast mörg tækifæri til að samþætta vinnuna leiðsagnarmati, bæði í munnlegum og skriflegum verkefnum. Þannig eru mörg verkefni sem krefjast þess að nemendur noti eigin þekkingu og reynslu í stað þess að kallað sé eftir ákveðnu svari. Það er undir hverjum kennara komið hvort matið skuli eiga sér stað vikulega, eftir hvern efnisflokk eða á öðru kerfisbundu formi. Mikilvægast er að nemendur veiti því athygli að vinnu þeirra sé fylgt eftir og að hlúð sé að bæði styrkleikum þeirra og veikleikum Let’s do more Til viðbótar við símat og vinnuna með Now I know er í lok hvers kafla gefnar hugmyndir að því hvernig nemendur geta unnið áfram með einstök markmið. Það er mikilvægt að nemendur átti sig á því hvaða efni og markmið unnið er með, svo þau verði smátt og smátt meðvituð um eigin styrkleika og veikleika. Þetta er einnig mikilvægur hluti af matferlinu. Gagnlegar kennsluhugmyndir Nú get ég: Ég ætla að æfa betur: hair, eyes. is good at My friend . Now I know Listen and write Read and mark Write What are you good at? I am good at . Jack has brown hair. Jack has blond hair. Jack likes riding. Jack likes dancing. 16 Áður en þú lest: Strikaðu undir orðin friend og friends. Hvað þýða orðin og hver er munurinn á þeim? Hlustaðu á rappið BFF. Lesið textana saman. Veldu einn af textanum og lærðu utan að. Farðu með textann fyrir framan bekkinn. 17 Skoðaðu ljóðin um Molly og Jack í verkefni 16. Notaðu sama form og skrifaðu ljóð um vin þinn. nineteen / 19 • Hlustunarverkefni. Hlustaðu og skrifaðu tölustafina 1–6 í rétta reiti. Lestu setningarnar fjórar og merktu við þær tvær sem eru réttar. Skrifaðu um eitthvað sem þú gerir vel. • Sjálfsmat. Skrifaðu um það sem þú hefur lært í kaflanum og hvað þú ætlar að æfa betur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=