Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni Rannsóknir sýna að sterkt samhengi er milli hljóðkerfisvitundar og lestrarfærni (Strömqvist og Uppstad, 2008). Þegar nemendur skilja samhengi milli hljóðs í orði og bókstaf í texta eru þau komin vel á veg í tungumálanámi. Þetta þekkja þau úr sínu móðurmáli en í ensku er þetta oft erfiðara, þar sem samhengið er oft snúnara. Það eru 26 bókstafir í ensku stafrófi en 44 málhljóð. Þessi hljóð eru því sett saman á um 250 mismunandi máta. Það er því mikilvægt að vinna kerfisbundið með hljóðkerfisvitundina frá upphafi. Um leið og þau læra að tengja ensku málhljóðin við bókstafi og að lesa og skilja setningar þurfa þau að kynnast stafrófinu og byrja að æfa sig að stafa nöfn og einföld orð. Þetta getur reynst snúið fyrir mörg þar sem ekki er alltaf rökrétt samhengi milli hljóðs og ritunar á ensku. Nemendur þurfa því smátt og smátt að fá tækifæri til að kynnast því hvernig ákveðin hljóð eru stafsett á ensku. Til að undirbúa nemendur undir lestrarnám eru ýmis verkefni í hverjum kafla sem snúa að tengslum milli hljóðs og stafsetningar. Þá er áhersla lögð á algengustu samstöfurnar. T.d. langa sérhljóðið /i:/ sem er skrifað ee. Því fleiri af þessum samstöfum sem þau þekkja, því betri tökum ná þau á lestrinum. Til viðbótar við tvöfalda sérhljóða eins og ee, er einnig unnið með mörg samhljóðapör, t.d. th, ck, sh, ch. Þau eru dæmi um samstöfur sem kemur sér afar vel fyrir nemendur að þekkja áður en lengra er haldið í náminu. Fyrstu kynni af málfræði Í Yes we can 4 er aukin áhersla á málfræði. Í bókum 2 og 3 voru nemendur undirbúnir undir nokkrar málfræðireglur en fyrst núna eru þær settar í kerfi. Nemendur eiga eftir fremsta megni að rannsaka, uppgötva og færa í eigin orð hvernig vissir málfræðilegir þættir virka og tengjast saman. Þetta er flókið ferli og skal vera gegnum gangandi í öllu enskunáminu. Það er því mikilvægt að reikna með góðum tíma, ekki bara til að leysa hvert og eitt verkefni, heldur líka til að ígrunda og yfirfæra þá færni sem lærist hverju sinni. Námstækni Það er á ábyrgð kennara að hjálpa nemendum að verða smám saman meðvituð um hvaða námstækni hentar hverju og einu best. Þau tileinka sér aðferðir við að fá samhengi í það sem þau heyra og seinna lesa og þau þurfa að geta fært í orð hvað þau ætla að læra og ekki síður hvernig þau læra. Yes we can námsefnið hjálpar við að skipuleggja þá vinnu, frá upphafi enskunámsins. Nemendur reyna að geta sér til um hvað kaflarnir fjalla um í gegnum ýmis verkefni og leiki, sem hvetja þau til að kanna myndirnar, byggja á því sem þau kunna þegar og ekki síst hlusta eftir gagnsæjum og algengum orðum. Mundu að vekja athygli nemenda á því hvaða tækni þau nýta sér hverju sinni. Hlustunartækni: Snýst fyrst og fremst um að hlusta eftir og þekkja ákveðin orð í setningum og samtölum. Láttu nemendur sýna skilning með því að merkja við eða strika undir orð. Lestrartextarnir í My Book nýtast einnig sem hlustunaræfingar og þá geta nemendur brugðist við á ákveðinn hátt þegar þau heyra tiltekið orð, t.d. með því að klappa, rétta upp hönd gera talningarstrik á blað eða þess háttar. Minntu einnig á að oft má lesa margt út úr líkamstjáningu og framburði eða ytri aðstæðum þegar reynt er að skilja talað mál. Taltækni: Vendu nemendur á að nota kurteisisfrasa og hljálpleg orð og orðatiltæki á borð við: Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! Lestrartækni: Gengur meðal annars út á að festa í sessi lærðan orðaforða og nota hann til að geta sér til um hvað nýi textinn fjallar um. Nemendur geta einnig stuðst við teikningar og gagnsæ orð, fyrirsagnir, efnisflokka og lykilorð. Ritunartækni: Til að byrja með eru skrifuð einstök orð og þau síðan notuð í einfaldar setningar. Í framhaldinu má svo nota einfalda texta sem fyrirmyndir til að búa til sinn eiginn texta. Einstaklingsmiðað nám Til að koma til móts við getu hvers og eins er mikilvægt að skipulag námsins sé einstaklingsmiðað. Aðlagaðu munnleg verkefni að þörfum þeirra svo öll fái spurningar og verkefni sem eru bæði krefjandi og hvetjandi. Yes we can er byggt upp þannig að auðvelt ætti að reynast að stilla af umfang og þyngd verkefna í My Book, á Myndaveggnum og í vinnu með ljósrit og flettispjöld. Viðbótarverkefni Það er mjög mismunandi frá skóla til skóla og frá kennara til kennara, hvernig enskutímarnir eru skipulagðir. Til viðbótar við daglegan enskuskammt velja margir að styðjast við stöðvavinnu eða nýta sér ýmis konar viðbótarverkefni. Hverjum kafla fylgja tillögur að viðbótarverkefnum, sem ganga út frá einstaklingsmiðuðu námi. Veldu þau verkefni sem henta þínum nemendum og þeim tímafjölda sem þú hefur úr að ráða. Til að ganga úr skugga um að allri grunnfærni sé gerð nægjanleg skil er rétt að velja verkefni með fjölbreyttar faglegar áherslur innan hvers kafla. Viðbótarverkefni gefa nemendum tækifæri til að leggja bókina til hliðar og æfa orð og færni í nýju samhengi og nýjum hópasamsetningum. Með slíkum verkefnum gerir Yes we can það auðvelt og skemmtilegt að bjóða upp á kennslu með mikilli hreyfingu, leik, spilum, lestrar- og ritþjálfun ásamt skapandi vinnu með tilheyrandi afurðum. Í Yes we can 4 er kynnt til sögunnar nýjung sem felst í verkefnum með munnlegum áherslum. Verkefnin eru merkt með táknunum Let's play, Let’s do, Let’s say og Let’s write. Áherslan er á munnlega færni í verk- Gagnlegar kennsluhugmyndir 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=