Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

sem eru alltaf unnir á sama hátt. Þetta eru leikirnir Flashcard Game, Mix-N-Match, Find someone who og Quiz-QuizTrade. Þeir eru útskýrðir hér að neðan. • Flashcard Game© Nemendur svara spurningum sem skrifaðar eru á spil. Svari þau rétt, fá þau spilið og markmiðið er að safna sem flestum spilum. Ef þau svara hins vegar rangt, segir spilafélaginn þeim rétta svarið. Þegar þau draga svo spjaldið aftur muna þau vonandi rétta svarið. Þetta spil hentar vel til samræðna um texta sem unnið hefur verið með eða sem matstæki. • Nemendur vinna í pörum. • Kennari ákveður hvort spilenda byrjar sem spyrjandi. • Spyrjandinn hefur öll spilin. • Spyrjandi les fyrstu spurningu. • Ef nemandi svarar rétt fær hann spilið. • Ef nemandi svarar rangt segir spyrjandi rétta svarið og leggur spilið neðst í bunkann. • Haldið er áfram þar til nemandi hefur fengið öll spilin. • Skiptið um hlutverk. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni. Aðferð: • Hver nemandi er með spil með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þau kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessu spili fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum hvert við annað. Í hvert skipti sem þau finna „samstæðuna“ sína verða þau að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Aðferð: • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin eru samstæð, tvennur eða fernur. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt “match” og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju • Find someone who …© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga til að svara spurningu eða t.d. tjá afstöðu sína. Markmiðið er að tala við sem flesta og þess vegna skal aðeins fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Aðferð: • Hver nemandi fær blað með staðhæfingu eða spurningu. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvort á blaði annars ef þau geta svarað. Ef ekki reyna þau við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. • Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. Grunnfærni Í Yes we can er unnið kerfisbundið með uppbyggingu á grunnfærni náms. Allir kaflarnir innihalda æfingar í munnlegri (hlustun og tal), skriflegri (ritun, lestur og reikningur) og stafrænni færni. Munnleg færni skal þó alltaf vera í fyrirrúmi á þessu stigi náms. Í Yes we can 4 er gert ráð fyrir að nemendur geti haft samskipti á ensku um efni sem tengist þeirra nánasta umhverfi og það er afar mikilvægt að þjálfa þau í að hlusta og skilja hvert annað. Komið er inn á stærðfræðilega þekkingu í gegnum orðaforða sem tengist verslun og viðskiptum t.d. verð á vörum, pantanir á veitingastöðum og umræður um stærð og fjölda. Í Yes we can 2 og 3 hafa nemendur lært mörg orð, hugtök og orðasambönd á ensku og eru því orðin tilbúin til að lesa og skrifa meira sjálfstætt á ensku. Til þess nýtast einnig stafrænir miðlar, t.d. Myndaveggurinn og ýmis verkefni á vefsvæðinu. Aukin áhersla á lestur Í 4. bekk er lögð enn meiri áhersla á lestur. Í hverjum kafla eru nokkrir lestrartextar með tilheyrandi verkefnum. Í kennsluleiðbeiningum eru alltaf tillögur að forvinnu sem hjálpar nemendum að skilja samhengi og allir textar bókarinnar finnast sem hlustunarefni á vefsvæðinu. Mikilvægt er að hlusta á textana nokkrum sinnum til að æfa framburð og áherslur og til að festa betur nýjan orðaforða. Glósuorð eru skráð við textana til stuðnings. 10 Gagnlegar kennsluhugmyndir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=