15 Read and mark Í þessu verkefni reynir á skilning nemenda á textanum í verkefni 14. Þau lesa upphaf nokkurra setninga og gera hring um þá endingu sem passar við. Láttu þau lesa setningarnar upphátt hvert fyrir annað. Ræðið svo hvað nemendur ætla að gera í sumarfríinu. Biddu þau að segja frá því sem þeim þykir skemmtilegt: • What do you like doing? How interesting! You like swimming. How many of you like swimming? Let’s play – Words, words, words. Nú líður að lokum vetrarins og nemendur hafa byggt upp ríkulegan orðaforða innan mismunandi flokka. Stilltu nemendum upp í hring, stattu í miðjunni og nefndu einn orðaflokk. T.d. clothes, animals, body parts, food eða things you like doing. Kastaðu bolta til eins nemanda sem segir orð úr viðkomandi flokki og kastar boltanum til annars nemanda. Sá bætir við orði úr sama flokki. Haldið áfram þar til þú telur tímabært að velja næsta flokk. Let’s play 7 School's out! 107
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=