Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

5 Read and act FIRST! Kannaðu hvort einhver af nemendum hafi ferðast til enskumælandi lands. Spurðu hvort þau hafi prófað að versla þar eða spyrja um eitthvað í búð. Biddu þau að segja frá því hvernig það gekk að hafa samskipti á ensku. • Did you buy anything when you went to London? An ice cream? What did you say to get an ice cream? Did you remember the magic word “please”? • Skoðið myndina af stráknum og ávaxtasalanum og ræðið það sem þið sjáið: • What is the boy going to buy? What do you think he is saying when he wants to buy an apple? • How do you say „Hvað kostar þetta“? in English? Yes, “How much is it?” Let’s see if we can find that sentence in the texts. Then: Hlustið á textana og láttu nemendur svo lesa saman, tvö og tvö. Því næst leika þau samtölin hvert fyrir annað. 6 Write Hlustið aftur á samtölin í verkefni 5. Rifjið upp setningarnar I would like … please og How much is it? Skoðið ávextina á kveikjumyndinni og biddu nemendur að velja eitthvað til að kaupa • Ok, Harpa. What would you like? Harpa would like a plum. • How much is it? Láttu nemendur búa til stuttan leikþátt á borð við þann í verkefni 5. Láttu þau flytja leikþættina hvert fyrir annað. Því næst skrifa þau sitt eigið handrit. Útskýrðu að þau skuli nota kveikjumyndina til að finna verðið. Þau æfa leikþættina tvö og tvö. Þessi vinna verður skemmtilegri ef hægt er að skaffa leikmuni til að nota. Það má gjarna versla með aðra hluti en ávexti, t.d. leikföng bækur eða föt. Let’s say – Let’s go shopping Breyttu kennslustofunni í búð, þar sem nemendur stilla upp hlutum til að selja og verðmerkja þá. Verðið á að vera í pundum. Sumir nemendur leika kúnna meðan aðrir afgreiða. Nemendur geta klippt út seðla og mynt frá ljósriti 7.3 til að fá tilfinningu fyrir því hvernig enskur gjaldmiðill lítur út. Let’s do more Read: Ljósrit 7.4 Read and circle Finndu ávextina. Skrifaðu orðin við réttar myndir. Skrifaðu hvaða ávöxt þér þykir bestur. Play: Ljósrit 7.5 Who lives where? Lestu textann og finndu upplýsingar um börnin fjögur. Read Speak Poster Play Write MOD Let’s say English at home 7.B English at home 7.B a Lestu samtalið upphátt. Skiptu um hlutverk og lestu aftur. Veldu eitt af hlutverkunum og lærðu það utan að. a Búðu til þinn eigin leikþátt. Mundu að heilsa og kveðja. a Æfðu matarorðin. • Let’s go shopping. We need to buy apples. • Let’s go shopping. We need to buy apples and strawberries. • Let’s go shopping. We need to buy apples and strawberries and … 7 School's out! 101

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=