Yes we can 4 - kennsluleiðbeiningar

­ 4 Yes we can Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen Teacher’s Book

Teacher’s Book 4 Louise Holst Tollan Ellen M. Tudor Edwards, Mona Evelyn Flognfeldt og Elisabeth Moen

Contents Til kennarans 3 Uppbygging kennsluleiðbeininga 4-7 Gagnlegar kennsluhugmyndir 8 Að koma af stað samtölum 8 Notaðu sjónræna örvun 9 Búið til setningar með flettispjöldunum 9 Æfið algengustu orðin 9 Notið Myndavegginn 9 Samvinnunám 9 Grunnfærni 10 Aukin áhersla á lestur 10 Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni 11 Fyrstu kynni af málfræði 11 Námstækni 11 Einstaklingsmiðað nám 11 Viðbótarverkefni 11 English at home 12 Leiðsagnarmat 12 Kennslufræðilegar vangaveltur 14 Málörvun og framvinda 14 Orð og setningamynstur 14 Tungumál uppgötvað 14 Kerfisbundinn framgangur og endurtekning 14 Málform 15 Orðaforði og Ljósrit i Yes we can 4 112 English every day 16 1 New friends 18 2 My day 30 3 Picnic in the woods 42 4 Come in! 54 5 My fantastic body 68 6 Digging for dinosaurs 82 7 School’s out! 96 2 Prentað efni My Book • Leggur áherslu á munnlega vinnu. Markvisst tungumálanám hefst með hlustun og skilningi. • Byggist á stigbundinni innleiðingu lestrar- og ritunarverkefna. • Tryggir kerfisbundna framvindu og hvetur til náms. Teacher’s Book • Fylgir My Book blaðsíðu fyrir blaðsíðu og hvert verkefni er útskýrt markvisst. • Veitir hagnýta og skýra aðstoð við notkun á mismunandi þáttum námsefnisins. • Hvetur til og styður við fjölbreytta kennsluhætti. Vefsvæði Nemendasvæði • Hægt er að smella og hlusta á öllum kveikjumyndum. • Inniheldur hljóð, söngva og texta sem lesnir eru upp af enskumælandi börnum og fullorðnum. Stærstur hluti hlustunarefnisins er með breskum framburði en seinna munu nemendur kynnast fleiri tegundum framburðar. • Inniheldur Myndavegginn, þar sem nemendum gefst tækifæri til að leika sér með nýtt tungumál. Þau flétta saman æfingaorðum setninghlutum, hljóðum, myndum og bakgrunnum. Kennarasvæði • Inniheldur aðgang að nemendasvæði. • Inniheldur rafbók. • Inniheldur ljósrit með fjölbreyttum verkefnum fyrir hvern kafla. (Sjá yfirlit yfir ljósrit í hverjum kafla í Teachers book, eða aftast í bókinni). • Inniheldur veggspjöld og fletti- spjöld. Tillögur að vinnu með þau má finna í Teacher's Book. Einnig má lesa meira um flettispjöldin á bls. 9.

3 Til kennarans Kennsluleiðbeiningum þessum er ætlað að gefa þér faglegan stuðning. Efnið fylgir eftir vinnunni með orð og orðasambönd frá fyrra ári og býður upp á markvissa nálgun í enskukennslu sem veitir faglegt öryggi í vinnu með nýtt tungumál. Markviss og örugg framvinda Til þess að geta byggt upp enskukunnáttuna í gegnum alla skólagönguna er mikilvægt að nemendur fyrstu bekkjanna nái að byggja traustan grunn. Tungumálakunnátta þróast smám saman með því að ný orð og setningamynstur lærast og með endurtekningu á orðum og orðasamböndum. Hlustunaræfingar og munnleg verkefni eru því mjög mikilvægir þættir í kennslunni. Nemendur verða að skilja og þekkja orð áður en þau geta notað þau sjálf á virkan hátt. Kennsluefnið Yes we can 4 styður við örugga framvindu og byggir á hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Samskipti frá upphafi Yes we can byggir á því að nemendur hafi samskipti á ensku frá fyrsta degi – jafnvel þótt orðaforði þeirra sé takmarkaður. Með fjölda mismunandi aðferða læra nemendur að ná tökum á enskum orðatiltækjum og þróa smám saman talmál sitt. Teacher´s Book, hljóðefnið, flettipjöldin og stafræna efnið er allt góð verkfæri til málörvunar. Hentug og auðveld í notkun Teacher´s Book fylgir My Book blaðsíðu fyrir blaðsíðu og veitir nauðsynlegan stuðning við kennslu, auk yfirlits yfir hvernig ólíkir hlutar efnisins tengjast. Í bókinni eru tillögur að fjölbreyttum kennsluháttum með hverri blaðsíðu í My Book en gert ráð fyrir að þú sem kennari veljir þann hátt sem hentar þinni kennslu og nemendahóp þínum best. Rafbók og Myndaveggur Rafbókin gerir kennaranum kleift að sýna á töflunni það sem nemendur sjá í sinni bók. Þannig nær hann athygli þeirra á meðan unnið er með kveikjumyndina eða verkefni útskýrð. Notaðu rafbókina til að afmarka vinnu með orðaforða og verkefni áður en nemendur hefjast sjálfir handa í eigin bókum. Myndaveggurinn er rými nemenda fyrir skapandi vinnu. Þar vinna þau sjálfstætt með orð, myndir og setningar og búa til sínar eigin kveikjumyndir. Vinnan með Myndavegginn er samþætt öllum köflum en tengist ekki sérstökum verkefnum. Það er undir hverjum kennara komið hvaða verkefni nemendur vinna á Myndaveggnum og hvenær. Höfundateymi Louise Holst Tollan er enskukennari og hefur kennt ensku frá 1. bekk síðan 2004 í verkefninu Tidlig engelsk sprogstart (TESS) í Brøndby. Hún hefur einnig haldið námskeið víða í Danmörku fyrir CFU og UCC með áherslu á ensku á yngsta stigi og hefur skrifað greinar m.a. fyrir Sprogforum og Sproglæreren. Sara Hajslund er enskukennari og hefur margra ára kennslureynslu á öllum stigum, bæði í Danmörku og á Spáni. Hún er einnig meðhöfundur enskuefnisins Gekko, fyrir mið- og unglingastig, sem gefið er út af Alinea í Danmörku. Þýtt og staðfært Ástríður Einarsdóttir er kennari með framhaldsmenntun í enskukennslu á yngsta stigi, frá Høgskulen på Vestlandet í Bergen. Hún hefur kennt ensku á yngsta stigi frá aldamótum, á Íslandi og í Noregi og meðal annars stuðst við þetta kennsluefni. Hún hefur einnig samið kennsluefni fyrir Menntamálastofnun.

Markmið Nemendur geta … • Skilið og tileinkað sér nýju æfingarorð kaflans • Tileinkað sér orðasambandið What is it? • Rætt um sig sjálf og eigin upplifanir með því að nota I have … og I can hear/ see/smell … . 68 5 My fantastic body My fantastic body I can’t … Where is …? Where are …? 5 head shoulder knee face stomach back elbow bones body blood hear see smell sick fifty-nine / 59 58 / fifty-eight Æfingarorð og orðasambönd Nafnorðin face, head, stomach, back, shoulders, knee, elbow, body, bones, blood • Lýsingarorðið sick • Orðasambandið What is it? • Orðasamböndin I have … I can hear/see/smell ... Endurtekning • Orð yfir líkamshlutana eyes, ears, mouth, nose, hands, fingers, legs, feet, toes, hair • Sagnorðin running, climbing, crying • Litir og föt Gagnsæ orð • Plaster, doctor, help, sick, tree, grass, music, hat, rose, balancing Framburður • /z/ eller /s/ í fleirtölumynd nafnorða (eyes, ears, hands, fingers, legs, toes) Málfræðilegar áherslur 3. persóna sagnorðsins have (have og has) Söngvar • Let’s rap • Head and shoulders • If you’re happy • Hokey Cokey Uppbygging kennsluleiðbeininga Allir kaflar hefjast á yfirliti yfir þau námsmarkmið sem nemendur vinna að. Á vefnum er yfirlit yfir þau hæfniviðmið sem unnið er með hverju sinni. Í upphafi hvers kafla má finna yfirlit yfir æfingaorð og orðasambönd, orð sem eru endurtekin frá fyrri köflum, gagnsæ orð, áherslur í framburðarþjálfun og söngva og vísur sem tilheyra kaflanum. Nemendabókinni er fylgt, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, með upplýsingum og tillögum að kennsluháttum. 4 Uppbygging kennsluleiðbeininga

Uppbygging kennsluleiðbeininga 5 5 My fantastic body 69 • What has happened to this boy? You are right! He has hurt his elbow. Have you ever hurt yourself? How many of you have fallen and hurt your knee, your arm, your head? Let’s count! Kynntu ný orð til sögunnar Kynntu nýju orðin og orðasamböndin með hjálp flettispjaldanna eða með því að varpa kveikjumyndinni upp á töflu/skjávarpa. Notaðu nýju orðin í spurningum og fyrirmælum. Hjálpaðu nemendum af stað með því að gefa þeim hugmyndir að setningum. • Listen carefully! What can you hear? Can you hear children singing next door? Can you hear the wind? I can hear a … • Let’s look out of the window. Tell me, what can you see? I can see a ... Búið til setningar Taktu eina umferð þar sem nemendur búa til setningar um það sem þau sjá á kveikjumyndinni. Hvettu þau til að nota orðasamböndin sem þau kunna. • He/She is wearing … • I can see six … • The school is … • There are three ... Hlustið og leitið á kveikjumyndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Gerðu hlé eftir hvern texta. Gefðu nemendum tækifæri til þess að sýna að þau skilji megininnihald hlustunartextanna. Ljósrit 5.1 Mix-N-Match© 5.2 A Read and draw a line Lestu orðin og tengdu við rétta mynd. B Write Lestu og skrifaðu orðin. 5.3 Circle and sort Gerðu hring utan um orðin. Flokkaðu og skrifaðu orðin undir rétta fyrirsögn. 5.4 The body circle Klipptu út spilin. Lestu orðin og finndu myndina sem passar við. Settu hana við hlið orðsins. 5.5 Choose and write Veldu orð úr rammanum og skrifaðu setningar. 5.6 A Let’s read more Lestu textann. B Read and mark Merktu við þá endingu sem passar best við textann. 5.7 Mix-N-Match© Notaðu kveikjumyndina Nemendur hafa áður unnið með líkamann. Nú verður orðaforðinn um það efni rifjaður upp og byggt við hann. Nemendur nota einnig skynfæri sín til þess að lýsa því sem þau sjá, heyra og lykta. Kannið kveikjumyndina í sameiningu. Byrjaðu með því að nota þekkt og gagnsæ orð þegar þú segir frá því sem þú sérð á myndinni. Spurðu nemendur hvað þau telji að þau muni læra um í kaflanum. Hlustið á orðin og orðasamböndin. Nemendur nota þá námstækni sem þau hafa lært, til þess að skilja einfalda staðreyndatexta á ensku. Hvað kannast þau við á myndinni? • Let’s look at the picture. Does this look like our school? What is the same? What is different? • Tell me, what are the children doing? What do you like playing at school? Hlustunarefni – Kveikjumynd 1. Oh … I feel sick. My stomach hurts. My head hurts, too. Ouch! I think I have to sit down. Can you find me in the picture? 2. My body is fantastic! I can run really fast. I can jump and I can climb. I can stand on one leg, too! Can you see me in the picture? Tell me, what can you do? 3. Lucy likes playing in the school playground. She is running as fast as she can. Lucy is running after Ali. Can you find Lucy? What is she wearing? 4. Ouch! I have hurt my elbow. Oh no, look! Blood! I need a plaster. - Okay. I’ll find the teacher. - Thank you. Ouch! Can you find the boy who has hurt his elbow? 5. William likes flowers. -Hm! These are my favourite flowers. I love roses. I love red roses! How many flowers can you see in the picture? 6. I just love playing and listening to music. I can see all my friends from up here! Nemendur tengja það sem þau þegar kunna við það sem þau eru að læra með því að leita að orðum sem líkjast á íslensku og ensku, svokölluðum gagnsæum orðum. Áður lærð orð og orðhlutar eru rifjaðir upp og endurteknir í nýju samhengi í gegnum allt námsefnið. Yfirlit yfir hlutstunarefni sem tilheyrir kveikjumyndinni. Lestu það upp fyrir nemendur eða spilaðu það af vefsvæðinu. Textarnir eru lesnir inn af enskumælandi börnum og fullorðnum. Tillögur að spurningum á ensku og umræðuefnum sem þú getur notað til að hefja samræður um kveikjumyndina. Láttu nemendur leita eftir orðum sem þau þekkja, telja hluti, dýr eða fólk. Fleiri tillögur að einföldum samtölum á ensku má finna á bls. 8.

Nú get ég: Ég ætla að æfa betur: 16 Read and rap FIRST! Draw a line under the words friend and friends.What do these two words mean? hair, eyes. is good at My friend . 17 Write a poem Now I know Listen and write Read and mark Write What are you good at? I am good at . Jack has brown hair. Jack has blond hair. Jack likes riding. Jack likes dancing. BFF My friends at school are nice and cool. We work and play every day. Best Friends Forever! Molly Long hair, brown eyes. She is good at swimming. My friend Molly. Jack Short hair, brown eyes. He is good at skating. My friend Jack. Make new friends, but keep the old. One is silver and the other gold! Trad. Work - vinna Forever - að eilífu Silver - silfur Gold - gull Let’s say Learn a poem by heart. 1.6 16 Áður en þú lest: Strikaðu undir orðin friend og friends. Hvað þýða orðin og hver er munurinn á þeim? Hlustaðu á rappið BFF. Lesið textana saman. Veldu einn af textanum og lærðu utan að. Farðu með textann fyrir framan bekkinn. 17 Skoðaðu ljóðin um Molly og Jack í verkefni 16. Notaðu sama form og skrifaðu ljóð um vin þinn. nineteen / 19 18 / eighteen • Hlustunarverkefni. Hlustaðu og skrifaðu tölustafina 1–6 í rétta reiti. Lestu setningarnar fjórar og merktu við þær tvær sem eru réttar. Skrifaðu um eitthvað sem þú gerir vel. • Sjálfsmat. Skrifaðu um það sem þú hefur lært í kaflanum og hvað þú ætlar að æfa betur. 16 Read and rap FIRST! Ræðið muninn á orðunum friend og friends. Þegar -s er sett aftan við verður orðið fleirtöluorð. • Look there is one boy here and three boys there. • There is one window here and two windows over there. Hlustið á ljóðin í bókinni og biddu nemendur að fylgjast með í textanum. Syngið með og ræðið innihald textanna: • ”Best friends forever!” What does that mean? • Are you a good friend? • What can you do to be a good friend? Yes, say nice things and help others! Let's say – Learn a poem by heart. Láttu hvern nemanda velja sér eitt ljóð til að læra utan að. Æfið og láttu nemendur flytja fyrir bekkinn. 17 Write a poem Nemendur skrifa eigið ljóð með hjálp formsins og dæmanna í verkefni 16. Fyrst er nafn viðkomandi skrifað. Svo hára- og augnlitur. Í þriðju línu er skrifað He/She og það sem viðkomandi er góður í og að lokum nafnið endurtekið. Nemendur geta skrifað um sessunaut sinn eða hægt er að deila út nöfnum allra í bekknum af handahófi. Hengdu upp flettispjöld kaflans og bættu gjarna við fleiri sagnorðum eins og swimming, running, skating, cycling, reading, writing og drawing. Með því að hafa flettispjöldin sýnileg verður verkefnið yfirstíganlegt fyrir öll, óháð getustigi. Ljúktu verkefninu með því að láta öll lesa ljóðin sín upphátt. Á ljósritum 1.6 A og B Wordsums og Read and match the rhymes vinna nemendur áfram með rím og skrifa bullljóð. Let’s say Markmið Nemendur geta … • Lært ljóð utan að og flutt það • Skrifað ljóð eftir fyrir fram gefnu formi 28 1 New friends Verkefnin í My Book eru útskýrð ítarlega og tillögur gefnar að vinnu í samræmi við getu og skilning. Einnig eru tillögur að framburðaræfingum þegar við á. Á vefsvæðinu má finna framburðarmyndbönd með áherslu á hljóð sem ekki eru notuð í íslensku. Í hverjum kafla má finna verkefnin Circle, sem fjalla um algengustu orðin í ensku. Verkefnin undirbúa nemendur fyrir lestrar- og ritunarvinnu seinna í námsferlinu. 6 Uppbygging kennsluleiðbeininga

Now I know Nemendur meta eigið nám með því að leysa nokkur verkefni sem byggja á markmiðunum. Finndu kveikjumyndina eða markmiðsveggspjaldið og ræðið markmið kaflans: • kynnt sjálfan sig • skilja lýsingu annara • nota lýsingarorð og sagnorð • þekkja gagnsæ orð og geta notað algengustu orðin • Semja og flytja ljóð og vísur. Ræðið markmiðin. Hvað hefur verið erfitt. Hvað er hægt að gera til að ná lengra? Hvað hefur tekist vel? Rifjið ef til vill upp áhersluorð kaflans og búið til nokkrar gátur. • She has curly hair and blue eyes. She likes playing computer games. She is nice. Who is she? • She has brown hair and green eyes. He is good at playing football. He is a good friend. Who is he? • Listen and write Hlustið á kynningarnar og skrifið réttar tölur í reitina við myndirnar. Now I know 1. Maria has brown hair. She loves purple. She is very good at dancing. Maria is a good friend. Write 1. 2. Jacob is very good at playing football. He loves football! He has short, blond hair. He is cool. Goal! Write 2. 3. I am Max. I am nine. I like playing the piano. I can play many songs on the piano. Listen! Write 3. 4. Hi! It’s me, Jack! I have short, brown hair. I am wearing trousers and a T-shirt. I like dancing. Write 4. 5. Molly has dark, curly hair. She is wearing a red dress. She loves riding her horse, Silver. Write 5. 6. Lu has long, dark hair. Her eyes are brown. She likes reading and cycling. She likes playing computer games, too. Write 6. • Read and mark Í öðrum hluta verkefnisins sýna nemendur fram á að þau hafi skilið setningarnar fjórar með því að merkja í reitina sem eiga við myndina. • Write Að lokum skrifa börnin hverju þau eru góð í. Hengdu ef til vill upp flettispjöldin svo þau geti gengið úr skugga um að þau stafsetji rétt. 1 New friends 29 English at home 1.D English at home 1.D a Veldu tvö af ljóðunum, lestu þau upphátt og lærðu utan að. b Skrifaðu ljóð um einhvern í fjölskyldunni þinni á sama hátt og gert er í verkefni 17. Æfðu þig að lesa það upphátt. Hverjum kafla lýkur með Now I know verkefnum sem eru grunnur að leiðsagnarmati kennara og sjálfsmati nemenda. Lesið meira um leiðsagnarmat á bls. 10. English at home kaflinn hefur að geyma tillögur að því hvernig nemendur geta unnið áfram með enskuna þegar heim er komið. Verkefnin byggja á My Book og gefa nemendum tækifæri á að vinna áfram með orðaforða, setningauppbyggingu og ákveðnar tegundir verkefna. Samhengið milli verkefnana og þess sem unnið hefur verið með í skólanum er skýrt og undir kennaranum komið að upplýsa nemendur (og foreldra) um hvaða verkefni skal vinna hvenær. Hægt er að prenta verkefnin út en nemendur geta einnig nálgast þau á vefsvæðinu. Útskýringar á hverju verkefni eru hér í kennsluleiðbeiningunum. Í námsefninu er oft gert ráð fyrir því að heimaverkefnin séu unnin í samvinnu við foreldra eða aðra á heimilinu. Þetta gefur aukna möguleika á að æfa sig munnlega, einnig þegar heim er komið og tengir betur það sem lært er í skólanum við daglegt líf heima fyrir. Mælt er með því að þetta sé rætt sérstaklega í samtölum við foreldra í upphafi skólaárs. Uppbygging kennsluleiðbeininga 7

English every day Right, let’s get started! Hi/Hello! Good Morning! Nice to see you! How are you? Fine, thanks. Come in. Sit down, please. Find your chair. Now then, let’s see … Who is here today? Martin? Yes! Sunita? How many girls/boys are there in our class today? What day is it today? What’s the weather like today? Have you had a nice weekend? I wonder who can find/see/tell me/show us… See if you can find … Put your hand up/on your head/nose/ Stand up if you can see … Look carefully! Use your ear and listen carefully! Have a quick think … Have you found …? Try again! It’s your turn/It’s Jacob’s turn. Let’s all have a go. Are you ready? Ready, steady, go! Open your book on page … Approval Activity words Well done! Great! Excellent! Super! Fantastic! Good job! Great work! Good for you! Good girl/boy! Goodness me, I’m impressed! Listen Read … Write … Count … Find … Point to … Find a pencil/your crayons, please. Draw/Colour … Circle … Sort … Show me … Go to … Let’s play/sing/say it! …and don’t forget Right, tidy-up time! Please. Thank you. Sorry! Pardon. Excuse me. Come on, let’s all tidy up. Put your book and your pencil case in your bag. Children wearing red jumpers/children who like cycling can go out/home. Put your jacket on, please. See you tomorrow! Have a nice day! Bye! Gagnlegar kennsluhugmyndir Að koma af stað samtölum Sem fyrirmynd ættir þú að nota ensku við hvert tækifæri í kennslunni. Aðlagaðu orðanotkunina að getu nemenda en vertu óhrædd/ur við að leyfa þeim að heyra ný orð. Með námsefninu Yes we can fá nemendur einmitt verkfæri sem gera þeim kleift að skilja innihald, þrátt fyrir að þau þekki ekki öll orðin. Notaðu skýra líkamstjáningu og undirstrikaðu fyrirmælin með því að benda á orðmyndir og hluti í kennslustofunni. Bentu á blaðsíðutal, leiktu og notaðu látbragð til að útskýra það sem mun gerast. Þegar nemendur svara á íslensku getur þú endurtekið á ensku. Oft hentar að flétta stutt munnleg verkefni inn í kennsluna, í pörum eða stærri hópum, til að nemendur verði öruggari með nýja málið. Gefið hverju og einu tækifæri til að segja orð eða setningu, þannig að sjálfstraust þeirra eflist stöðugt og jafnvel feimnir eða óöruggir nemendur upplifi að vera með og ná tökum á nýjum orðum og orðatiltækjum. Ræðið til dæmis um uppáhaldsdaga eða -liti, hluti í skólatöskunni eða veðrið. Hér eru nokkur dæmi um orð og orðasambönd sem hægt er að nota við mismunandi aðstæður með nemendum á byrjendastigi svo þau heyri sem mesta ensku. 8 Gagnlegar kennsluhugmyndir

Gagnlegar kennsluhugmyndir 9 Í Teacher’s Book má finna hugmyndir sem hjálpa kennaranum að koma af stað samtölum um kveikjumyndirnar, eða hvernig halda má uppi samræðum um mismunandi verkefni í My Book. Þetta geta verið munnleg verkefni eins og: • Finnið orð á myndinni Nemendur leita að orðum sem þau kunna á ensku. Well then, let’s have a look. What can you see in this picture? • Talning. Nemendur leita að gagnsæjum orðum í textanum. Look at me and listen carefully! I can see a bee. A bee. Can you see a bee? What do you think a bee is? • Tæl med eleverne. Teljið saman. Now then, boys and girls, let’s count. How many girls with short hair can you see in the picture? Let’s circle them. Hm… I wonder how many girls with short hair can you see in our classroom? Let’s count again! Flettispjöldin nýtast á fjölbreyttan hátt, bæði af kennara og nemendum í sameiningu, sem og í hópa- eða paravinnu. Gátuleikir til að æfa ný orð, flokkunarverkefni og spil hjálpa nemendum að auka orðaforða í gegnum endurtekningu og með því að nota orð í nýju samhengi. Skoðið flettispjöldin saman og notið lestraraðferðir sem nemendur þekkja úr íslenskunámi, eins og t.d. að klappa atkvæði eða hlusta eftir upphafs- og lokahljóðum í orðunum. Í upphafi er ekki gert ráð fyrir því að nemendur geti lesið öll spjöld sjálf en með mörgum fjölbreyttum verkefnum munu orðmyndirnar festast í minni. Seinna í námsferlinu mun svo henta að nota flettispjöldin með æfingaorðum og orðasamböndum til að smíða sameiginlega stuttar setningar sem nemendur geta unnið áfram með, bæði munnlega og skriflega. Flettispjöldin munu svo að endingu hjálpa til að gera nemendur meðvitaða um hvernig orðin eru stafsett. Æfið algengustu orðin Verkefnið Circle dúkkar upp í hverjum kafla en þar er sjónum beint að ýmsum smáorðum og öðrum orðum sem eru meðal algengustu orðanna í enskri tungu. Rannsóknir sýna að 100 algengustu orðin, spanna verulegan hluta þeirra orða sem notuð eru í daglegu tali í ensku. Þar sem að enska er ekki mjög hljóðrétt mál, léttir það námið töluvert ef þessi orð og orðmyndir þeirra eru fest í minni. Flettispjöldin eru vel til þess fallin að venja nemendur við að kanna stafsetningu orða. Þegar nemendur byrja svo að skrifa sínar eigin setningar og lengri texta seinna meir, mun stafsetning liggja betur fyrir þeim ef orðmyndir algengustu orðana eru föst í minni þeirra. Notið Myndavegginn Á stafræna myndaveggnum geta nemendur notað sköpunargleðina þegar þau vinna með orð, myndir og orðatiltæki úr köflunum. Myndaveggurinn gerir kennaranum kleift að aðlaga verkefni að getu nemenda, þrátt fyrir að allir séu að vinna að sams konar verkefni. Þannig geta nemendur unnið á sínum forsendum og æft þá þætti sem þörf er á hverju sinni. Myndaveggurinn gefur einnig tækifæri til þess að vinna áfram með kveikjumyndina og orðaforðann heima. Gerðu ráð fyrir tíma til vinnu á Myndaveggnum, fléttaðu hana inn í einstaka kafla og nýttu hann í tengslum við námsmat í lokin. Samvinnunám Í 4. bekk er lagt upp með fjölda munnlegra verkefna sem byggja á samvinnunámi. Markmiðið með verkefnunum er að kynna orð og setningar í nýju samhengi og gefa nemendum aukna möguleika á að nota þau á sinn hátt. Verkefnin má finna hér og þar í kennsluleiðbeiningunum undir yfirskriftunum Let´s say, Let´s play, Let´s write og Let‘s do. Síðast nefndi flokkurinn byggir á útvöldum samvinnu náms leikjum Kveikjumyndirnar finnur þú á vefsvæðinu og hægt er að smella og heyra orðin. Byrjið hvern kafla á að vinna með kveikjumyndina sameiginlega uppi á töflu. Notaðu sjónræna örvun Margir hafa enskuvegg eða enskuhorn í kennslustofunni þar sem markmið hvers kafla og flettispjöldin eru hengd upp ásamt t.d. verkefnum nemenda eða öðru sem tilheyrir enskunáminu. Notaðu veggspjöldin með kveikjumyndunum sem hvatningu til að leita stöðugt að nýjum orðum. Hvettu nemendur til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, t.d. með því að semja stuttar sögur um hluti og persónur sem fjallað er um í köflunum. Hengdu upp verk nemenda, með yfirskriftum eins og My favourite animal eða This is me! Þrátt fyrir að nemendur geti ekki enn lesið ensku hafa þau gaman af að fletta enskum barnabókum og ævintýrum sem þau þekkja á íslensku. Það er kjörið að nota slíkar bækur til að leyfa þeim að fara í orðaleit. Búið til setningar með flettispjöldunum Efnið inniheldur flettispjöld, bæði með æfingaorðum og orðasamböndum úr hverjum kafla, sem nýtast vel til að sýna nemendum hvernig búa má til setningar á ensku. Æfingaorðin og orðasamböndin eru meðal algengustu orðanna í ensku máli. Með því að byrja námið á einmitt þessum orðaforða og byggja svo jafnt og þétt ofan á hann, munu nemendur fljótt verða í stakk búnir til þess að tala saman og tjá sig á einföldu máli um áhugamál og hversdagslíf eins og hæfniviðmið aðalnámskrár gera ráð fyrir.

sem eru alltaf unnir á sama hátt. Þetta eru leikirnir Flashcard Game, Mix-N-Match, Find someone who og Quiz-QuizTrade. Þeir eru útskýrðir hér að neðan. • Flashcard Game© Nemendur svara spurningum sem skrifaðar eru á spil. Svari þau rétt, fá þau spilið og markmiðið er að safna sem flestum spilum. Ef þau svara hins vegar rangt, segir spilafélaginn þeim rétta svarið. Þegar þau draga svo spjaldið aftur muna þau vonandi rétta svarið. Þetta spil hentar vel til samræðna um texta sem unnið hefur verið með eða sem matstæki. • Nemendur vinna í pörum. • Kennari ákveður hvort spilenda byrjar sem spyrjandi. • Spyrjandinn hefur öll spilin. • Spyrjandi les fyrstu spurningu. • Ef nemandi svarar rétt fær hann spilið. • Ef nemandi svarar rangt segir spyrjandi rétta svarið og leggur spilið neðst í bunkann. • Haldið er áfram þar til nemandi hefur fengið öll spilin. • Skiptið um hlutverk. • Quiz-Quiz-Trade© Quiz-Quiz-Trade hentar vel til að virkja nemendur sem annars hafa sig lítið í frammi. Nemendur fara á milli og svara spurningum bekkjarfélaga. Spilið hentar vel til að þjálfa minni, útskýringar eða ákveðna færni. Aðferð: • Hver nemandi er með spil með spurningu á. Engar tvær spurningar eru eins. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemandi A spyr sinnar spurningar. • Nemandi B svarar. • Nemandi A hjálpar til eða hrósar. • Nemendur skipta um hlutverk þannig að B spyr og A svarar. • Nemendur skipta um spjald. Þau kveðja, finna nýjan félaga og byrja upp á nýtt. • Mix-N-Match© Í þessu spili fara nemendur um bekkinn og skiptast á spilum hvert við annað. Í hvert skipti sem þau finna „samstæðuna“ sína verða þau að leysa verkefnið sem þeim hefur verið úthlutað. Aðferð: • Hver þátttakandi fær spjald t.d. með upplýsingum, spurningu eða verkefni. Spjöldin eru samstæð, tvennur eða fernur. • Kennarinn segir Mix og nemendur ganga á milli og skiptast á spjöldum við þá sem þeir hitta. • Þegar kennarinn segir Match leita nemendurnir að þeim bekkjarfélaga sem hefur spjald sem passar við þeirra. • Þegar allir hafa fundið sitt “match” og sannreynt spjöldin segir kennarinn Mix og leikurinn byrjar að nýju • Find someone who …© Nemendur fara á milli og finna bekkjarfélaga til að svara spurningu eða t.d. tjá afstöðu sína. Markmiðið er að tala við sem flesta og þess vegna skal aðeins fá eina kvittun frá hverjum bekkjarfélaga. Aðferð: • Hver nemandi fær blað með staðhæfingu eða spurningu. • Nemendur fara á milli og finna sér viðmælanda. • Nemendur heilsast kurteislega. • Nemendur skiptast á að spyrja. • Nemendur kvitta undir hvort á blaði annars ef þau geta svarað. Ef ekki reyna þau við aðra spurningu. • Nemendur þakka fyrir sig, kveðja og finna nýjan félaga. • Verkefnið heldur áfram þar til allir eru búnir að fylla út sitt blað. Á eftir geta nemendur og kennari rætt svörin. Grunnfærni Í Yes we can er unnið kerfisbundið með uppbyggingu á grunnfærni náms. Allir kaflarnir innihalda æfingar í munnlegri (hlustun og tal), skriflegri (ritun, lestur og reikningur) og stafrænni færni. Munnleg færni skal þó alltaf vera í fyrirrúmi á þessu stigi náms. Í Yes we can 4 er gert ráð fyrir að nemendur geti haft samskipti á ensku um efni sem tengist þeirra nánasta umhverfi og það er afar mikilvægt að þjálfa þau í að hlusta og skilja hvert annað. Komið er inn á stærðfræðilega þekkingu í gegnum orðaforða sem tengist verslun og viðskiptum t.d. verð á vörum, pantanir á veitingastöðum og umræður um stærð og fjölda. Í Yes we can 2 og 3 hafa nemendur lært mörg orð, hugtök og orðasambönd á ensku og eru því orðin tilbúin til að lesa og skrifa meira sjálfstætt á ensku. Til þess nýtast einnig stafrænir miðlar, t.d. Myndaveggurinn og ýmis verkefni á vefsvæðinu. Aukin áhersla á lestur Í 4. bekk er lögð enn meiri áhersla á lestur. Í hverjum kafla eru nokkrir lestrartextar með tilheyrandi verkefnum. Í kennsluleiðbeiningum eru alltaf tillögur að forvinnu sem hjálpar nemendum að skilja samhengi og allir textar bókarinnar finnast sem hlustunarefni á vefsvæðinu. Mikilvægt er að hlusta á textana nokkrum sinnum til að æfa framburð og áherslur og til að festa betur nýjan orðaforða. Glósuorð eru skráð við textana til stuðnings. 10 Gagnlegar kennsluhugmyndir

Hljóðkerfisvitund og lestrarfærni Rannsóknir sýna að sterkt samhengi er milli hljóðkerfisvitundar og lestrarfærni (Strömqvist og Uppstad, 2008). Þegar nemendur skilja samhengi milli hljóðs í orði og bókstaf í texta eru þau komin vel á veg í tungumálanámi. Þetta þekkja þau úr sínu móðurmáli en í ensku er þetta oft erfiðara, þar sem samhengið er oft snúnara. Það eru 26 bókstafir í ensku stafrófi en 44 málhljóð. Þessi hljóð eru því sett saman á um 250 mismunandi máta. Það er því mikilvægt að vinna kerfisbundið með hljóðkerfisvitundina frá upphafi. Um leið og þau læra að tengja ensku málhljóðin við bókstafi og að lesa og skilja setningar þurfa þau að kynnast stafrófinu og byrja að æfa sig að stafa nöfn og einföld orð. Þetta getur reynst snúið fyrir mörg þar sem ekki er alltaf rökrétt samhengi milli hljóðs og ritunar á ensku. Nemendur þurfa því smátt og smátt að fá tækifæri til að kynnast því hvernig ákveðin hljóð eru stafsett á ensku. Til að undirbúa nemendur undir lestrarnám eru ýmis verkefni í hverjum kafla sem snúa að tengslum milli hljóðs og stafsetningar. Þá er áhersla lögð á algengustu samstöfurnar. T.d. langa sérhljóðið /i:/ sem er skrifað ee. Því fleiri af þessum samstöfum sem þau þekkja, því betri tökum ná þau á lestrinum. Til viðbótar við tvöfalda sérhljóða eins og ee, er einnig unnið með mörg samhljóðapör, t.d. th, ck, sh, ch. Þau eru dæmi um samstöfur sem kemur sér afar vel fyrir nemendur að þekkja áður en lengra er haldið í náminu. Fyrstu kynni af málfræði Í Yes we can 4 er aukin áhersla á málfræði. Í bókum 2 og 3 voru nemendur undirbúnir undir nokkrar málfræðireglur en fyrst núna eru þær settar í kerfi. Nemendur eiga eftir fremsta megni að rannsaka, uppgötva og færa í eigin orð hvernig vissir málfræðilegir þættir virka og tengjast saman. Þetta er flókið ferli og skal vera gegnum gangandi í öllu enskunáminu. Það er því mikilvægt að reikna með góðum tíma, ekki bara til að leysa hvert og eitt verkefni, heldur líka til að ígrunda og yfirfæra þá færni sem lærist hverju sinni. Námstækni Það er á ábyrgð kennara að hjálpa nemendum að verða smám saman meðvituð um hvaða námstækni hentar hverju og einu best. Þau tileinka sér aðferðir við að fá samhengi í það sem þau heyra og seinna lesa og þau þurfa að geta fært í orð hvað þau ætla að læra og ekki síður hvernig þau læra. Yes we can námsefnið hjálpar við að skipuleggja þá vinnu, frá upphafi enskunámsins. Nemendur reyna að geta sér til um hvað kaflarnir fjalla um í gegnum ýmis verkefni og leiki, sem hvetja þau til að kanna myndirnar, byggja á því sem þau kunna þegar og ekki síst hlusta eftir gagnsæjum og algengum orðum. Mundu að vekja athygli nemenda á því hvaða tækni þau nýta sér hverju sinni. Hlustunartækni: Snýst fyrst og fremst um að hlusta eftir og þekkja ákveðin orð í setningum og samtölum. Láttu nemendur sýna skilning með því að merkja við eða strika undir orð. Lestrartextarnir í My Book nýtast einnig sem hlustunaræfingar og þá geta nemendur brugðist við á ákveðinn hátt þegar þau heyra tiltekið orð, t.d. með því að klappa, rétta upp hönd gera talningarstrik á blað eða þess háttar. Minntu einnig á að oft má lesa margt út úr líkamstjáningu og framburði eða ytri aðstæðum þegar reynt er að skilja talað mál. Taltækni: Vendu nemendur á að nota kurteisisfrasa og hljálpleg orð og orðatiltæki á borð við: Sorry? Can you say that again, please? One more time, please! Lestrartækni: Gengur meðal annars út á að festa í sessi lærðan orðaforða og nota hann til að geta sér til um hvað nýi textinn fjallar um. Nemendur geta einnig stuðst við teikningar og gagnsæ orð, fyrirsagnir, efnisflokka og lykilorð. Ritunartækni: Til að byrja með eru skrifuð einstök orð og þau síðan notuð í einfaldar setningar. Í framhaldinu má svo nota einfalda texta sem fyrirmyndir til að búa til sinn eiginn texta. Einstaklingsmiðað nám Til að koma til móts við getu hvers og eins er mikilvægt að skipulag námsins sé einstaklingsmiðað. Aðlagaðu munnleg verkefni að þörfum þeirra svo öll fái spurningar og verkefni sem eru bæði krefjandi og hvetjandi. Yes we can er byggt upp þannig að auðvelt ætti að reynast að stilla af umfang og þyngd verkefna í My Book, á Myndaveggnum og í vinnu með ljósrit og flettispjöld. Viðbótarverkefni Það er mjög mismunandi frá skóla til skóla og frá kennara til kennara, hvernig enskutímarnir eru skipulagðir. Til viðbótar við daglegan enskuskammt velja margir að styðjast við stöðvavinnu eða nýta sér ýmis konar viðbótarverkefni. Hverjum kafla fylgja tillögur að viðbótarverkefnum, sem ganga út frá einstaklingsmiðuðu námi. Veldu þau verkefni sem henta þínum nemendum og þeim tímafjölda sem þú hefur úr að ráða. Til að ganga úr skugga um að allri grunnfærni sé gerð nægjanleg skil er rétt að velja verkefni með fjölbreyttar faglegar áherslur innan hvers kafla. Viðbótarverkefni gefa nemendum tækifæri til að leggja bókina til hliðar og æfa orð og færni í nýju samhengi og nýjum hópasamsetningum. Með slíkum verkefnum gerir Yes we can það auðvelt og skemmtilegt að bjóða upp á kennslu með mikilli hreyfingu, leik, spilum, lestrar- og ritþjálfun ásamt skapandi vinnu með tilheyrandi afurðum. Í Yes we can 4 er kynnt til sögunnar nýjung sem felst í verkefnum með munnlegum áherslum. Verkefnin eru merkt með táknunum Let's play, Let’s do, Let’s say og Let’s write. Áherslan er á munnlega færni í verk- Gagnlegar kennsluhugmyndir 11

12 efnum þar sem samvinna og hreyfing eru í hávegum höfð. Ef þessi verkefni eru ekki notuð í hefðbundinni bekkjarkennslu má nýta þau sem viðbótarverkefni. Í lok hvers kafla eru svo enn fleiri verkefni sem vinna má með stafrænt, eða á annan hátt. English at home Yes we can 4 inniheldur einnig hluta sem snýr að foreldrum – English at home. Í öllum köflum eru tillögur um hvernig nemendur – í samvinnu við foreldra sína – geti haldið áfram að vinna með ensku heima fyrir. Ætlunin er að gefa nemendum tækifæri til að byggja brú á milli vinnu í enskutímum og hversdagslífs heima fyrir. Þannig eru nemendur hvattir til að draga eigin nærumhverfi inn í vinnuna með kaflana, t.d. með þvi að lýsa eða kynna fjölskyldu sína, heimili, áhugamál eða óskir. Verkefnin gefa einnig foreldrum hugmyndir um hvernig þau geta hjálpað börnum sínum að æfa orð og orðasambönd úr einstökum köflum. Leiðsagnarmat Í Yes we can er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teachers Book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta en á vefsvæðinu má finna yfirlit yfir hvaða hæfniviðmið unnið er með í hverjum hluta fyrir sig. Yes we can byggir á meginhugmyndum um markmiðsmiðaða kennslu, þ.e. að náin tengsl séu á milli námsmarkmiða, verkefna og námsmats. Það er því mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um að hverju er stefnt og hvar þau eru stödd í ferlinu hverju sinni. Markmiðin skulu alltaf vera sýnileg svo þau sjái tilganginn með hverju verkefni og hvaða leið þau skuli fara í átt að markmiðunum. Á sama hátt er einnig mikilvægt að nemendur viti hvernig vinna þeirra verður metin að lokum. Mundu að það er ekki aðalatriðið að skera úr um hvort nemandi hafi leyst verkefni eða ekki, heldur hvort markmiðum hefur verið náð. Sem kennari verður þú að gera ráð fyrir því að nemendur nái mislangt í átt að markmiðunum og þá er mikilvægt að geta aðlagað markmiðin og/eða sett einstaklingsbundin markmið fyrir suma nemendur. Með því að hafa nemendur með í þessu ferli verður skýrara hvaða þættir valda erfiðleikum og hvaða þættir eru fulllærðir. Í öllu ferlinu skiptir sköpum að matið innihaldi endurgjöf frá bæði nemendum og kennurum svo hægt sé að aðlaga kennsluna að þörfum hvers bekkjar. Allt námsmat á fyrstu stigum skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • Skilja hvað þau eru að læra og hvers ætlast er til af þeim. • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar. • fá leiðbeiningar um hvernig þau eiga að undirbúa sig. • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun. Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can. Kennarinn metur framgang nemenda á mismunandi sviðum jafn óðum, út frá markmiðum og hæfniviðmiðum. Námsmatsverkefnin Now I know nýtast vel sem liður í leiðsagnarmati. Áður en nemendur hefjast handa við nýjan kafla er farið í sameiningu yfir kynningarsíðurnar til að fá yfirsýn yfir komandi áherslur, bæði hvað varðar orðaforða, efnistök og mat. Slík yfirsýn hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig nemendur nálgast verkefnið, þar sem þau fá þannig meiri ábyrgðartilfinningu gagnvart eigin námi. Þegar nemendur þekkja til innihalds og eðlis verkefnisins geta þau undir- búið sig undir komandi verkefni og gert sér í hugarlund hvers krafist er af þeim til að ná markmiðum. Á sama tíma er mikilvægt að þau fái stuðning frá kennara, ekki í formi prófa, heldur samtala, leiðbeininga og uppbyggilegrar endurgjafar. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat en árangursmat, til að nemendur verði betur meðvituð um eigin námstækni og -ferla. Í námsefninu gefast mörg tækifæri til að samþætta vinnuna leiðsagnarmati, bæði í munnlegum og skriflegum verkefnum. Þannig eru mörg verkefni sem krefjast þess að nemendur noti eigin þekkingu og reynslu í stað þess að kallað sé eftir ákveðnu svari. Það er undir hverjum kennara komið hvort matið skuli eiga sér stað vikulega, eftir hvern efnisflokk eða á öðru kerfisbundu formi. Mikilvægast er að nemendur veiti því athygli að vinnu þeirra sé fylgt eftir og að hlúð sé að bæði styrkleikum þeirra og veikleikum Let’s do more Til viðbótar við símat og vinnuna með Now I know er í lok hvers kafla gefnar hugmyndir að því hvernig nemendur geta unnið áfram með einstök markmið. Það er mikilvægt að nemendur átti sig á því hvaða efni og markmið unnið er með, svo þau verði smátt og smátt meðvituð um eigin styrkleika og veikleika. Þetta er einnig mikilvægur hluti af matferlinu. Gagnlegar kennsluhugmyndir Nú get ég: Ég ætla að æfa betur: hair, eyes. is good at My friend . Now I know Listen and write Read and mark Write What are you good at? I am good at . Jack has brown hair. Jack has blond hair. Jack likes riding. Jack likes dancing. 16 Áður en þú lest: Strikaðu undir orðin friend og friends. Hvað þýða orðin og hver er munurinn á þeim? Hlustaðu á rappið BFF. Lesið textana saman. Veldu einn af textanum og lærðu utan að. Farðu með textann fyrir framan bekkinn. 17 Skoðaðu ljóðin um Molly og Jack í verkefni 16. Notaðu sama form og skrifaðu ljóð um vin þinn. nineteen / 19 • Hlustunarverkefni. Hlustaðu og skrifaðu tölustafina 1–6 í rétta reiti. Lestu setningarnar fjórar og merktu við þær tvær sem eru réttar. Skrifaðu um eitthvað sem þú gerir vel. • Sjálfsmat. Skrifaðu um það sem þú hefur lært í kaflanum og hvað þú ætlar að æfa betur.

Gagnlegar kennsluhugmyndir 13

Þegar nemandi byrjar að læra ensku í skóla hefur heilinn þegar myndað tungumálamynstur, við það að tileinka sér móðurmálið. Þetta mynstur yfirfærir heilinn á nám nýs tungumáls og því er afar mikilvægt að nemendur fái frá upphafi að vinna með grundvallar orðasambönd sem smám saman festast í minninu. Þau lærast fyrst sem heildir og með aldrinum eykst skilningur á að orðasamböndin eru samsett úr pörtum sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Um leið eykst meðvitund um málfræðilega uppbyggingu og samhengi Málörvun og framvinda enskunámi þarf að gefast svigrúm til að nota sem flest skilningavit. Börn læra á ólíkan hátt og á mismunandi hraða. Þau nota líka ýmis konar námstækni sem þau sjálf eru ekki meðvituð um í upphafi. Börn á þessum aldri hafa oft líflegt ímyndunarafl og vilja gjarna leika sér. Einbeitingarhæfni þeirra er ekki fullmótuð og hana þarf að þjálfa upp með stuttum námslotum og mikilli fjölbreytni. Mikil áhersla er lögð á málörvun í námsefninu. Nemendur þroska skilning á samhenginu milli hljóða, bókstafa, samstafa, bókstafsmynda og ríms. Rannsóknir staðfesta að leikur með orð og hljóð á borð við það að finna líkindi og ólíkindi, eða að taka burtu hljóð úr orði og setja annað í staðinn, léttir nemendum lestrarnámið. Þetta á við hvort sem er um fyrsta eða annað tungumál. Á vefsvæðinu finnur þú framburðarmyndbönd sem hjálpa nemendum og kennurum með hljóð sem eru frábrugðin í ensku. Horfið saman á myndböndin og æfið framburðinn. Framvindan í Yes we can þróast frá áherslu á hlustun, endurtekningu og skilning til munnlegrar tjáningar og síðar til markvissrar ritunar og lesturs. Verkefnin í My Book eru gerð með þetta í huga. Nemendur prófa sig áfram með ritun á sama tíma og þau kynnast bókstöfunum og einföldu setningamynstri fyrstu árin. Upp frá því verður aukin áhersla lögð á sjálfstæðari vinnu við ritun og lestur. Orð og setningamynstur í Yes we can eru orð og setningamynstur valin með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Yfirlit yfir hvaða viðmið eru til hliðsjónar í hverju verkefni má finna á vefsvæði námsefnisins. Markmið hvers kafla eru skilgreind í Teacher’s Book. Viðfangsefni og orðaforði efnisins eru sótt í nánasta umhverfi nemenda. Efnið reynir á hlustunar- og lesskilning um leið og nemendur styrkja tal- og rithæfni sína með því að hlusta á og upplifa ensku í fjölbreyttum aðstæðum. Nemendur læra ensk orð áður en málskilningur í þeirra móðurmáli eru orðinn fullþroskaður. Umfang orðakunnáttu þeirra þroskast jafnt og þétt gegnum skólagönguna og út allt lífið. Í Yes we can eru æfingaorðin valin út frá megin viðfangsefnunum. Ætlunin er að nemendur þekki þessi orð og kunni þegar þeir fara sjálfir að lesa og skrifa. Að auki er áhersla lögð á algengustu orðin í ensku. Það er fjöldi fallorða auk smáorða á borð við forsetningar, aukasagnir, greina og fornöfn. Það er ekki auðvelt að myndgera smáorðin á flettispjöldum en nemendur eru fljótir að læra orðmyndir þeirra og þekkja þau í texta. Í námsefninu eru verkefni þar sem nemendur eiga að finna og setja hring utan um orðin í söngvum og vísum. Þegar unnið er markvisst með algengustu orðin frá upphafi námsferlisins fá nemendur góðan grunn fyrir lestur og ritun og eiga auðveldara með réttritun þegar áhersla eykst á þann þátt tungumálanámsins seinna meir. Orðin verða þannig mikilvæg verkfæri þegar nemendur fara að skrifa sinn eigin texta. Tungumál uppgötvað Í Yes we can eru nemendur hvattir til að finna orð og hluti á myndum, að hlusta eftir orðum og málhljóðum og til að leita eftir merkingu í þeim orðum og verkefnum sem þau mæta. Þau gerast tungumálspæjarar og þetta verða fyrstu kynni þeirra af málfræði, þó fyrstu skrefin einkennist af leik og skemmtilegum athöfnum. Yes we can miðar að því að skapa frjóan jarðveg fyrir dýpra nám. Rannsóknir sýna að tungumálanám, sem krefst ígrundunar og úrvinnslu, er árangursríkara en það sem einkennist eingöngu af minnisnámi. Því meira sem nemandi þarf sjálfur að velja orð og hugtök, því líklegra er að orðin festi sig í sessi og verði tekin í notkun aftur seinna meir. Það er því eðlilegt að byrja á einföldum aðgerðum eins og að hlusta, finna og þekkja orð í textum, fyrst í töluðu máli en seinna einnig í ritun. Meiri áskoranir fylgja í kjölfarið, eins og t.d. að finna orð sem skera sig úr (Odd one out-verkefni), eða að para saman orð og myndir, orð og merkingu þeirra eða samheiti og andheiti. Orðaflokkun er enn meiri áskorun t.d. flokkun orða eftir ákveðnum viðmiðunum eða að raða þeim í rétta röð. Verkefnin í Yes we can taka mið af þessari framvindu. Önnur leið til að tryggja dýpra nám og að þekkingin festist í sessi er að gera verkefnin þannig úr garði að nemandinn upplifi tengingu við þau og tilgang. Þetta má nálgast með verkefnum þar sem lýst er uppáhaldi innan ákveðins flokks, þar sem valið er milli nokkurra möguleika o.fl. Rannsóknir sýna að persónuleg nálgun hefur jákvæð áhrif á nám. Það er ekki fyrr en nemendur hafa gert nýju orðin að sínum, að þau hafa virkilega tileinkað sér orðin. (Thornbury 2002.) Kerfisbundinn framgangur og endurtekning Nemendur þurfa að sjá orð töluvert oft áður en þau festast í langtímaminninu. Þeir þurfa að þekkja þau, nota þau og nota þau aftur í nýju samhengi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mikil áhersla er lögð á upprifjun og endurtekningu í Yes we can. Þegar Kennslufræðilegar vangaveltur 14 Kennslufræðilegar vangaveltur

lærð orð eru sótt og notuð í nýju samhengi örvast og styrkist huglægt net nemenda. Enskunámið einkennist í upphafi mikið af því að herma eftir en með tímanum verður æ mikilvægara að nemendur uppgötvi og verði meðvitaðri um hvaða námstækni hentar þeim best. Það er hlutverk kennarans að hjálpa nemendum að átta sig á þessu. Mikilvægt skref í þá átt er að leika sér með rím, þulur og atkvæði. Eftir því sem nemendur eldast er einnig gert ráð fyrir að þeir verði meðvitaðri um mismun og líkindi milli tungumála. Aukin málvitund auðveldar frekara tungumálanám bæði á ensku, íslensku og örðum málum. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um málnotkun sína. Þeir þróa með sér hæfileikann til að aðlaga málnotkun sína að aðstæðum, taka tillit til viðmælanda, samhengis, umræðuefnis og tilgangs. Þetta er ævilangt ferli. Til að nemendur geti aðlagað mál sitt samhenginu þurfa þau smám saman að byggja upp mikinn orðaforða. Málform Í Yes we can er miðað við breskt málform en seinna meir kynnast nemendur auðvitað fleirum eins og gert er ráð fyrir í aðalnámskrá. Valið hefur verið að nota styttingarnar he’s, I’m og it’s í töluðu máli, söngvum og vísum. Til að auðvelda nemendum að læra orðmyndirnar eru orðin notuð án úrfellinga í öllu öðru samhengi: he is, I am og it is. Í fyrirsögnum og titlum er stuðst við seinni tíma ritvenjur. Stór upphafsstafur er einungis notaður þar sem reglur segja til um, svo sem í vikudögum, mánuðum og þjóðerni. Heimildir: Cameron, L. (2001): Teaching language to young learners. Cambridge. Cambridge University Press Schmitt, N. og McCarthy, M. (red.) (2008 [1997]): Vocabulary: Description, acquisition and peda- gogy. Cambridge: Cambridge University Press Thornbury, S. (2002): How to teach vocabulary. Harlow: Pearson Education Limited Wagner, Å.K.H., Strömqvist, S. og Uppstad, P.H. (2008): Det flerspråklige menneske: En grunn bok om skriftspråklæring. Landslaget for norskunder-visning. Bergen: Fagbokforlaget. Kennslufræðilegar vangaveltur 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=