Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta ... • rætt um hvað þau hafa lært á skólaárinu • sagt frá því hvaða söngvar og ljóð þeim þótti skemmtilegust Now I know Choose and write 75 74 • Hversu mörg ensk orð getur þú skrifað? Veldu orð og skrifaðu í bókina. • Sjálfsmat. Leggðu mat á hvernig þér gekk að vinna með efni kaflans. Litaðu umferðaljósið í samræmi við það, grænt, gult eða rautt. Notið setningamyndirnar og myndirnar til samræðna um það sem þið hafið lært í ensku. My name: Teacher’s name: My favourite animal is ... Great job! I can see ... I am ... I like ... Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þeir hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. Í aðdraganda verkefnisins má í sameiningu reyna að telja saman öll orðin sem unnið hefur verið með á þessu skólaári og því síðasta. • Take a look at all these word cards! You have learnt all these words, and more! Well done! • Choose and write Í verkefninu velja nemendur sjálf hvaða ensku orð þau vilja skrifa í bókina. Hvettu nemendur til að skrifa eins mörg orð og mögulegt er! Hversu mörg dýr eða liti geta þau rifjað upp? Hvað muna þau mörg orð yfir föt? Ljúktu verkefninu með því að ræða það sem nemendur hafa lært undanfarin tvö ár. Muna þau hvaða ensku orð þau kunnu þegar þau byrjuðu enskunámið? Leyfðu nemendum að gleðjast yfir því hversu miklu þau hafa áorkað. • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Yes we can Á prófskírteininu á síðustu blaðsíðunni fá nemendur tækifæri til að fagna sjálfum sér og því mikla framlagi sem þau hafa lagt í enskunámið. Notaðu töflubókina og skoðaðu valdar kveikjumyndir. Endurtaktu orð og orðasambönd og láttu hvern nemanda segja eina eða tvær setningar um það sem er á myndunum. Biddu nemendur að bera saman hversu mikið þau geta sagt um myndirnar núna miðað við fyrsta skipti sem þau sáu þær. Leggðu líka fram öll flettispjöldin svo nemendur fái yfirsýn yfir nýja orðaforðann sinn. • Look at all these words you have learnt. Goodness me! 82 9 Holiday at last!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=