Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 81 leikþættina fyrir framan bekkinn. Eftir það er upplagt að leysa verkefni 7 þar sem þau skrifa orðin sem vantar. Þau sem eru fljót að leysa verkefnið geta bætt við setningum með I like swimming and I like ... 8 Read and write Í þessu verkefni eiga nemendur að lesa fullyrðingarnar og svara með því að setja kross í Yes eða No. Ljúktu verkefninu með samantekt og spurningum. • How many of you like holidays? Put your hand up if you like holidays. 1,2 … 17,18! 18 of you like holidays. • Well, I wonder, how many of you like swimming? 1, 2 ... 9 Read and draw Rifjaðu upp orðasambandið My favorite … Láttu öll búa til eina setningu • What is your favourite colour? • My favorite colour is … Í bókinni á að teikna uppáhalds ávöxt og uppáhalds stuttermabol. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Ask questions Í byrjun tíma, þegar þú lest upp nöfn nemenda og skráir mætingu, eða ef þú hefur góðan tíma þegar þú ert að hleypa út úr tíma getur þú spurt hvert og eitt spurningar um leið og þú lest upp nafnið. • What is your favorite colour? • What is your favorite food? • What is your favorite animal? Please! Æfðu notkun á kurteisisfrösunum Please og Thank you. Hengdu upp flettispjöld með mat og drykk og leyfðu nemendum að velja eitthvað sem þau svo spyrja sessunaut sinn um. • Can I have an apple please? Thank you! • Can I have some milk please? Thank you! Gakktu úr skugga um að öll muni að nota Please og Thank you. Einnig geta nemendur, í pörum, búið til stutta leikþætti þar sem annað er gestur og hitt þjónn. Let’s rap Rifjið upp rappið í 1 Let’s rap og söngva úr fyrri köflum. Flestir söngvarnir henta vel til að að gera leikþátt eða atriði á t.d. skólaslitum. Let’s play Rifjið upp dýranöfnin með látbragðsleik. Finndu flettispjöldin með dýrunum og láttu nemendur skiptast á að draga spjald. Nemandi les spjaldið sitt án þess að sýna hinum og leikur dýrið. Sá sem giskar rétt á að leika næst. 9 Holiday at last!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=