Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 79 þau ætli að fara? Hvað þarf maður að hafa meðferðis ef maður ætlar að ferðast á heitari staði? Hverju skal pakka fyrir vetrarfrí? Í bókinni lesa nemendur orðin og velja hvers konar fötum þau pakka. Nemendur skrifa orðin og tengja þau við rétta mynd. Framburðaræfing Við lok skólaárs er mikilvægt að rifja upp og skerpa á framburði //, /w/ og /ð/. Horfið aftur á framburðarmyndböndin og spurðu nemendur: • I wonder, what is your favourite tongue twister? Let me hear you say it! Meiri áskoranir Nemendur sem þurfa meiri áskoranir geta lesið rappið aftur og fundið rímorð. Hvað þýða rímorðin? Þau geta einnig, með hjálp flettispjaldanna og þekktra orðasambanda búið til fleiri setningar um sumar- frísplönin sín. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Word wall Hengdu stór blöð eða veggspjöld upp á vegg með yfirskriftum á borð við Animals, Clothes, Colours, The weather o.s.frv. Leyfðu nemendum að velja sér orð til að skrifa á miða og líma á viðeigandi veggspjald. Hafðu flettispjöldin tiltæk svo hægt sé að sannreyna stafsetningu. Colour and write (ritunarverkefni, ljósrit 9.1). Nemendur lita mynstrið á fiðrildinu og skrifa því næst hvaða liti þau notuðu. My butterfly is ... Read and sort (lestrar- og ritunarverkefni, ljósrit 9.2) Nemendur lesa dýraorðin og tengja þau við rétt híbýli. 9 Holiday at last!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=