2 This is me 59 • I like reading. • I like dancing. Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. • Read and match Í þessu verkefni sýna nemendur fram á þekkingu sína á æfingarorðum kaflans með því að tengja saman orð og myndir. Ljúkið verkefninu á því að vekja athygli á öllum orðunum sem lærð voru í kaflanum. Það er mikilvægt að gefa tíma til að draga saman og ígrunda það sem lært hefur verið áður en haldið er áfram. Endurtakið ef til vill leiki og ljósrit kaflans eftir þörfum. • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Let’s play! • Simon says Þú gefur fyrirmæli um hvað á að gera. Eingöngu má fara eftir fyrirmælunum ef þau byrja á Simon says. Það má einnig skipta út því út fyrir kurteisisorðið Please ef þú óskar að æfa það betur. - Simon says touch your ears / Touch your ears, please! - Simon says stamp your feet / Stamp your feet, please! - Simon says point to your mouth / Point to your nose, please! - Point to your nose. Got you! • Flashcards – the statue Finndu flettispjöldin með líkamshlutunum úr Yes we can 2 og 3. Láttu einn nemenda stilla sér upp fyrir framan bekkinn eins og styttu. Hin skiptast á að koma upp, draga eitt spjald og segja orðið upphátt. Allur bekkurinn endurtekur orðið og nemandinn sem dró spjaldið bendir á réttan líkamshluta. • Flashcards – say and find Nemandi kemur upp og dregur eitt spjald sem tilheyrir kaflanum, sýnir bekknum og segir það upphátt. Bekkurinn endurtekur. Þú endurtekur orðið og gefur fyrirmæli. Nose. Well done! Now then, can you find a nose in the class, please? Yes, that’s a nose! Einnig má láta alla nemendur í einu fylgja fyrirmælunum, þannig að öll finni nose í bekknum þegar orðið er sagt. 6 Look at me!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=