2 This is me 45 5 Time to eat Notaðu kveikjumyndina Kveikjumyndin ætti nú að vera orðin sjálfsagður liður í því að hefja nýjan kafla með nýjum viðfangsefnum. Flestum þykir eflaust spennandi að fá nýja kveikjumynd upp á töflu til umræðna og vangaveltna. Það er því mikilvægt að áætla, enn sem fyrr, góða stund til slíkrar vinnu og sjá til þess að öll taki þátt. Hvað kunna nemendur? Skoðið myndina vel í sameiningu. Notaðu orð sem öll þekkja, ásamt gagnsæjum orðum, þegar þú segir frá því sem þú sérð á myndinni. Leyfðu nemendum að benda og segja This is …, I can see eða I like … • I can see a breakfast table with some fruit. There are apples, bananas and oranges. • I can see mother making a cake. Or is it grandmother? • Look, there is a little puppy, too. It is drinking. Endurtekning Rifjið upp tölur og önnur orð sem þegar hefur verið unnið með. • How many eggs can you see? • Let’s count all the apples. • Now, how many tomatoes are there on the table? • How many children in the class like tomatoes? Let’s count! Finnið gagnsæ orð Vektu athygli á gagnsæjum orðum á myndinni. Geta nemendur giskað á hvað þau þýða? Berið saman ensku og íslensku orðin og veltið fyrir ykkur hvernig orðin eru á öðrum tungumálum. • Now listen carefully. I can see an egg in the picture. I can see twelve eggs. What do you think an egg is? What is egg in … (önnur tungumál sem töluð eru í bekknum). Kynntu ný orð til sögunnar Notaðu nýju æfingaorðin til að ræða um það sem er á borðinu: • Can you find the bread? Yes, there it is. Thank you. • Where is the cheese? It is yellow. Right, good job. • What colour is the juice? Yes, that is yellow, too. Ræðið um mat Láttu nemendur segja frá því sem þeim líkar: I like … Bregstu við með því að endurtaka: I like … very much, too! Segðu Yummy um það sem þér finnst gott og spurðu hvort það finnist eitthvað sambærilegt orðinu Yummy á íslensku. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geti getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana einn í einu. Hvað er fólkið að segja? Nemendur hjálpast að við að finna þekkt orð í textanum og velta fyrir sér hvað samtölin snúast um. Þau vita orðið að það þarf ekki að skilja hvert einasta orð til að átta sig á innihaldinu. Þetta er afar mikilvæg námstækni þegar nýtt tungumál er numið. Let’s play Í þessum leikþætti er leikið að verið sé að versla í búð eða á veitingastað. Þetta er skemmtileg og lærdómsrík leið til að vinna með æfingaorðin og æfa ýmis kurteisisorð. Ákveðið hvernig búð leikþátturinn gerist í og útskýrðu hvernig hann fer fram. Leggðu öll flettispjöldin með mat og drykk á borðið og notaðu kurteisisfrasa. Stilltu þér upp við borðið og segðu Can I have the ..., please og Thank you. Einnig má nota leikfangamat ef til er í skólanum eða ef einhver getur komið með að heiman. Skiptu nemendum í tvo hópa, afgreiðslufólk og viðskiptavini, og láttu þau versla sín á milli. Leggðu áherslu á að nota kurteisisorð og -frasa. • Can I have the butter, please? Thank you! Ræddu í kjölfarið um hvaða matvörur heita sömu eða svipuðum nöfnum á íslensku og ensku. Hægt er að bæta við setningum sem þegar hafa verið notaðar eins og Hi!, How are you?, I would like …, Thanks, Thank you very much, See you later osv. Notaðu flettispjöld • Ágiskunarleikur í pörum: Eitt dregur flettispjald úr kaflanum og felur það fyrir mótspilara sínum, sem spyr: Is it yellow? Eða: What colour is it? Can you drink it? Gefðu dæmi um hvernig samtalið getur farið fram áður en byrjað er. • Minnisleikur: Leggið öll flettispjöldin, sem tengjast efni kaflans, á borðið. Öll loka augunum og eitt spjald er fjarlægt. Því næst er reynt að finna út hvaða spjald vantar. • Odd one out: Notaðu flettispjöldin eða Myndavegginn, þar sem finna má orð og myndir úr kaflanum eða fyrri köflum. Gerið Odd one out-verkefni með því að setja saman tvö til þrjú spjöld sem eiga eitthvað sameiginlegt og eitt sem ekki passar með hinum. Veldu gjarna orð eða orðaflokk sem þú telur ástæðu til að vinna meira með. • Flokkun: Flokkaðu orð í flokka eins og drykki, ávexti eða hluti sem hafa sama lit. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. I’m Lily’s grandmother. I am making a cake for Lily’s birthday. Mmm... This will be a yummy cake. Can you find the eggs? 2. The little dog is drinking. It is very thirsty! The puppy is brown. Can you find it? 3. It is time to eat. I would like a banana and an orange, please. How many bananas are there on the table? How many oranges? 4. Can I have a sandwich, please? With ham and cheese. I like ham and cheese. Where is my sandwich, Gran? 5. My grandfather has a farm. He has a tractor and a cow. Look at the picture. How many pigs can you see? 6. Lily, come and drink a glass of milk! It is good for you. Have an apple. How many apples are there? Do you like apples?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=