Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 39 Hlustunarefni – verkefni 10 1. Tom can play football. 2. Molly can play tennis. 3. Tina can cycle. 4. Selma can draw. 5. Jack can skate. Now I know Þetta verkefni nýtist sem verkfæri í símati og er í samræmi við markmið kaflans. Nemendur fá tilfinningu fyrir því hvað þau hafa lært í kaflanum og fá tækifæri til að meta eigið nám með því að lita umferðaljósið í þeim lit sem við á. Í þessu verkefni á að skrifa Yes eða No eða merkja við með x, bros- eða fýlukalli eftir því sem við á. Áður en hafist er handa við verkefnið mætti staðsetja mismunandi hluti ofan á, eða undir hvern annan hér og þar í stofunni og segja fullyrðingar sem nemendur annaðhvort staðfesta eða neita. Settu hjólahjálm undir borðið: The helmet is on the table. No! Settu blýant undir bók: The pencil is under the book! Yes! That’s correct. • Listen and write Fylgst er með í bókinni meðan hlustað er. Nemendur bera saman texta og mynd og merkja við Yes eða No. Sum geta skrifað setningu við myndina með því að nota I can see ... Hlustunarefni Now I know 1. I can see a teddy. 2. I can see a rug. 3. I can see 13 books. 4. I can see a book under the table. 5. I can see a ball under the table. 6. I can see a lamp on the table. • Sjálfsmat Að lokum meta nemendur stöðu sína út frá markmiðunum og lita umferðaljósið. Ræðið hver markmiðin voru og hvort þeim hefur verið náð. Viðbótarverkefni • Það er brýnt að æfa vel orðasamböndin He can … og She can … Láttu einn nemanda koma upp og leika, t.d. að viðkomandi hjóli eða spili tennis. Now then, what can Ísabella do? She can play tennis. Well done! • Af og til er mikilvægt að staldra við og vekja athygli á því hvað þegar hefur verið lært. Finnið kveikjumyndir frá fyrri köflum og uppgötvið hversu mikið hefur verið lært það sem af er ári. Að gefa sér tíma til slíks mats styrkir námsframvinduna. Það virkar mjög hvetjandi á nemendur að fá staðfestingu á framförum sínum. • Minntu á rímorðin með því að fara með þuluna um Teddy Bear. Gerið hreyfingarnar með þulunni og æfið hana þar til nemendur kunna hana utan að. Teddy Bear, Teddy Bear Teddy bear, Teddy Bear, Touch your nose. Teddy bear, Teddy Bear, Touch your toes. Teddy bear, Teddy Bear, Touch your ground, Teddy bear, Teddy Bear, Turn around. 3 Here is my room

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=