Yes we can 3 - kennsluleiðbeiningar

2 Meet my family 25 Notaðu kveikjumyndina Kaflinn fjallar um fjölskylduna og gæludýr. Skoðið kveikjumyndina saman og láttu nemendur leita að orðum sem þau kunna á myndinni. Smelltu á orðin og hlustið á hvernig þau eru borin fram. Hvað kunna nemendur? Farið í leitarleiðangur á myndinni. Byrjaðu á að nota þekkt og gagnsæ orð þegar þú lýsir því sem þú sérð. Láttu nemendur finna hluti eða persónur á myndinni og segðu: • I can see a bus. It is red. • I can see a girl, who likes dancing. What can you see? Láttu nemendur segja orð sem þau þekkja og láttu eitt eða fleiri koma upp að töflunni og smella á orðin. Bekkurinn endurtekur svo orðið hátt og skýrt. Endurtekning Rifjið upp tölurnar og önnur þekkt orð. • How many cats can you see? Well done! • Let’s count all the animals together. • How many trees are there? Finnið gagnsæ orð Vektu athygli á gagnsæjum orðum á myndinni. Hlustið á þau og leyfðu nemendum að útskýra hvaða aðferð þau nota til að finna út hvað þau þýða. Hlusta þau eftir einhverju kunnuglegu? Skoða þau hvernig orðið er skrifað? Hafa þau heyrt eða séð orðin áður? Berið saman ensku og íslensku orðin og veltið fyrir ykkur hvernig orðin eru á öðrum tungumálum. • Now listen carefully. I can see a skateboard. What do you think a skateboard is? What is skateboard in… (annað tungumál sem talað er í bekknum, ef við á). Kynntu ný orð til sögunnar Notaðu æfingaorð kaflans og orðasamböndin She / He likes …, This is my … ved at tale om det, I ser på billedet: • Can you find Molly’s mother? She is dancing. She likes dancing. • This is my hamster. • Where is Molly’s father? Oh, there he is. He likes dogs. Æfið -th-hljóðið /ð/ Leggðu áherslu á th-hljóðið þegar þú berð fram fjölskylduorðin mother, father, brother. Sýndu hvernig þú hefur tunguna á milli tannanna þegar þú segir orðin og bentu á að það sé eins og þegar ð er borið fram, til dæmis í orðinu bað. Leyfðu öllum að prófa og bentu á orð á myndinni sem eru borin fram með /ð/. Það finnst einnig annað hljóð í ensku með sömu staðsetningu tungunnar en það er hið óraddaða /θ/. Þetta hljóð er notað í orðum eins og think, thin og thousand og er borið fram líkt og þ. Horfið saman á framburðarmyndbandið og æfið textann í verkefni 3. Ræðið um fjölskylduorð Biddu nemendur að segja frá því hvað þau kalla foreldra sína (mamma, móðir, mútta, fornafn, mummy) og ömmu og afa. Ræðið fleiri fjölskylduorð í ensku, t.d. mum, dad, grandma, grandpa. Hlustið og leitið á myndinni Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu að nemendur geta getið sér til um hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að þau skilji ekki hvert orð. Leyfðu þeim að reyna að finna út hver talar og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu textana einn í einu. Hvað er fólkið að segja? Nemendur hjálpast að við að finna þekkt orð í textanum og velta fyrir sér hvað samtölin snúast um. Þau vita orðið að það þarf ekki að skilja hvert einasta orð til að átta sig á innihaldinu. Þetta er afar mikilvæg námstækni þegar nýtt tungumál er numið. Let’s play • Flashcards Finndu flettispjöld með orðum úr kaflanum og bættu jafnvel við öðrum orðum sem þú vilt vinna betur með. Dragðu orð og útskýrðu, eða leiktu með látbragði, merkinguna án þess að segja orðið sjálft. Nemendur giska á orðið. Láttu svo nemendur skiptast á að gera slíkt hið sama. Annaðhvort í minni hópum eða uppi við töfluna. • Ágiskunarleikur Dragðu flettispjald og feldu. Láttu nemendur finna út hvaða orð þú dróst með því að spyrja spurninga. Gefðu vísbendingar eftir þörfum. Svaraðu spurningunum með Yes, it is eða No, it isn’t. Þetta verkefni má líka gera í minni hópum þegar allir skilja hvað gera á. • Odd one out Flokkaðu orð í hópa. Hafðu eitt orð í hverjum hóp sem ekki passar með hinum og láttu nemendur finna út hvaða orð það er. Bregstu við með því að segja t.d. That’s right. The chair is the odd one out. Þetta verkefni má vel leysa án þess að skilja öll orðin. • Finndu orðið Tvö og tvö saman vinna með stafrænu kveikjumyndina. Annað segir orð sem er á myndinni og hitt finnur orðið og smellir á myndina. Þetta verkefni hentar vel í sjálfstæða vinnu þar sem orðin leiðréttast sjálfkrafa ef þörf er á þegar smellt er á myndina. 3. Look at me. I’m dancing. I’m dancing with Molly’s little sister. She likes dancing, too. Can you find us? 4. Come, boy! Come to father. Sit! This is our dog. He is big and brown. He likes running. Where is our puppy? Point to it, please. 5. Hi! It’s me, Jack. I like playing and skating with Molly’s brother. Can you see my goldfish? It is small. My goldfish likes swimming. 6. I’m Jack’s grandfather. I like watching TV. I like watching sports. Can you see me? > > > Hlustunarefni – kveikjumynd 1. Hi! It’s me, Molly. This is my hamster. It’s called Chips. Can you find my little sister? She likes dancing. 2. I’m Molly’s little sister. I like dancing. I have a kitten. My kitten is small. Can you see it?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=