Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

8 Happy Birthday 65 Notaðu kveikjumyndina Afmælisþemað gefur tækifæri til að ræða eigin reynslu og upplifun. Í kaflanum eru tekin saman hljóð, orð og orðasambönd sem nemendur hafa unnið með yfir veturinn. Vektu athygli nemenda á því hversu mikið hefur verið lært. Skoðið saman opnuna á bls. 56-57. Ræðið það sem þið sjáið á myndinni og láttu nemendur leita að orðum sem þau þekkja nú þegar. Ræddu við nemendurna um hvað þau telja að kaflinn fjalli um og hengdu upp veggspjaldið með markmiðunum. Happy Birthday! Flestir á þessum aldri kunna afmælissönginn á ensku. Kannski er einhver í bekknum búinn að halda upp á afmælið sitt á þessu ári? Ræðið hvað setningin Happy birthday! þýðir. Spurðu börnin hvort þau kannist við eitthvað á myndinni úr eigin afmælisveislum. Er eitthvað líkt? Er eitthvað ólíkt? Kurteisisfrasar Gerðu nemendur meðvitaða um notkun kurteisisfrasanna please og Thank you. Orðasamböndin eru mikið notuð í enskumælandi löndum. Nemendur geta notað þau í daglegu tali í skólanum, þegar þau biðja um eitthvað, t.d. Can I have an apple, please? Can I have some water, please? Thank you! Láttu nemendur æfa sig að nota orðasamböndin í smá hlutverkaleikjum þar sem einn biður um eitthvað og annar lætur hann fá Rifjið upp orð og setningarhluta Ræðið hvað þið sjáið á myndinni með því að nota orðin í kring. • Do you remember what this is? Good, a chair. Okay, Emil come up and find a chair in the picture, please. • What is this? Red shoes. Are any of you wearing red shoes today? Farið eina umferð þar sem nemendur spyrja sessunauta sína How old are you? Sessunautur svarar I am seven/ eight. Nemendur finna svo nýjan viðmælanda og spyrja aftur. Rifjið upp fleirtölu-s þegar við á. Láttu nemendur finna út hvaða hljóði flest fleirtöluorð enda á. • I can see one cap here and … caps here. How many caps can you see? Let’s count all the caps together! Sagnorðin sem fjallað var um í kafla 3 má einnig rifja upp í þessum kafla. • Look carefully. Can you find children jumping in the picture? Do you like jumping? Gagnsæ orð Hlustið á gagnsæju orðin og leyfðu nemendum að spreyta sig á því að finna út hvað þau þýða. • Look at the table! I can see a pizza. A pizza. Can you come up and point to the pizza please, Frederik? Hlustið og leitið Spilaðu hlustunartextana sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu fyrir nemendum að hægt sé að giska á hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að maður skilji ekki hvert orð. Leyfðu nemendum að spreyta sig á að finna út hver er að tala og hvað viðkomandi er að tala um. Hlustið á textana og gefið nemendum tækifæri á að sýna að þau skilji innihaldið með því að bregðast við því sem börnin eru að segja. Nemendur geta t.d. komið upp að töflunni og svarað spurningunum sem börnin spyrja í textanum og fundið þann sem talar, á myndinni. Let’s play! Rifjið upp litina með því að leika Fruit salat. Allir sitja á stól í hring, nema einn sem stendur í miðjunni. Sá sem er í miðjunni segir t.d. If you are wearing orange, change places! Allir sem eru í einhverju appelsínugulu skipta um sæti og sá sem er í miðjunni reynir að ná sæti. Sá sem ekki nær sæti á að standa í miðjunni næst. Notið flettispjöldin • Let’s sort! Veldu flettispjöld úr fyrri köflum með t.d. dýrum, klæðnaði, litum eða veðurorðum. Leggðu þau á borðið eða gólfið. Búðu til miða með flokkunum Colours, Animals, Clothes o.s.frv. og settu í hornin í kennslustofunni. Láttu nemendur skiptast á að draga spjald og fara með það á réttan stað. Now then, choose a card. What is it? A horse. Where do you want to put it? Good! Under Animals. • Say and find Láttu einn nemanda draga orð úr bunkanum. Nemandinn sýnir orðið, segir það upphátt og bekkurinn endurtekur. Ef framburðurinn var ekki réttur endurtekur þú það rétt og bekkurinn segir það aftur. Table. Well done! Now then, see if you can find a table in the picture or in the classroom. • Find! Komdu hópnum á hreyfingu með því að hengja flettispjöldin upp í kennslustofunni. Find the picture of the t-shirt. If you are wearing red, go to the picture of the skirt. Point to an animal. • Ready, steady, go! Skiptu bekknum í tvo hópa. Gefðu hvorum hóp 20 flettispjöld. Einn í hvorum hóp heldur uppi orði og allur hópurinn segir orðið. Taktu tímann og athugaðu hvor hópurinn er fljótari. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. -It is my birthday! I am seven today. I am wearing a big crown. Can you see me? 2. -Here you are. Here is your present. -Wow! Hey, a book. Thank you! I love reading. 3. -I am hungry! Look at all ­ those hamburgers. And look at that pizza! I wonder, what is your favorite food? 4. -Can I have a slice of choco- latecake please? -Yes. Here you are. -Thank you! Mmm yummy! Do you like cake? 5. -Come on! Let’s play! -Okay. Let’s play the fishing game. -Ready, steady, go! Oops … Look I caught a rabbit! -Ha ha, a rabbit!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=