Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

2 This is me 51 4 Listen and match Hlustið á textann eða lestu hann fyrir nemendur. Þau eiga að tengja setningar við rétta mynd. Sum börnin geta ef til vill lesið með á meðan þau hlusta. 5 Draw and say Hér eiga nemendur að giska á hvað er falið í snjónum og teikna það í rammana við hliðina á myndunum. Þeir eiga að segja It is a … og svo rétta orðið. Í verkefninu eru orðin ball, cat, table og chair rifjuð upp og endurtekin. Notaðu flettispjöldin og fyrri kveikjumyndir til stuðnings svo nemendur muni orðin frá fyrri köflum. Að lokum skrifa þeir orðin í stafahúsin. Viðbótarverkefni Hér fyrir neðan finnur þú dæmi um viðbótarverkefni sem nota má t.d. í stuðningskennslu eða svæðavinnu. Find / Write and say (Lestrar og ritunarverkefni, ljósrit 6.1) Ljósritið skiptist í A og B verkefni. Í verkefni A á að finna vikudagana í stafasúpunni og í verkefni B á að skrifa nöfn þriggja vikudaga, skoða svo myndirnar undir og segja: On Monday it is sunny. og svo framvegis. Read and write (Lestrar- og ritunarverkefni, ljósrit 6.2) Nemendur skrifa rétta setningu um veðrið undir hverja mynd. Svo skrifa þeir hvernig veðrið er þann daginn með því að nota setningarhlutann Today it is ... Write (Ritunarverkefni, ljósrit 6.3) Nemendur spora orðin og skrifa þau svo á línurnar. Neðst á blaðsíðuna skrifa þeir uppáhaldsdaginn sinn. Spil og leikir Leggðu nokkur af vikudaga-flettispjöldunum á borðið og leyfðu nemendum að skoða þau í dálitla stund. Breiddu svo yfir þau og vittu hvað nemendur muna af spjöldunum sem þau sáu. Leiktu með látbragði eitthvað sem maður gerir í mismunandi veðri. Láttu nemendur giska: It is raining, It is windy … 6 A windy wednesday

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=