Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

Markmið Nemendur geta … • Flutt enskt rapp • Þekkt orðið is, sem er eitt af algengustu orðunum í ensku • Skilið og notað töluorð • Flokkað orð 1 Let’s rap This is my school. This is my book. This is my table and chair. This is my teacher. This is my pencil. This is my school bag right here. 2 Circle is 3 Listen and match 34 35 4 Segðu frá því sem myndirnar sýna. Settu x yfir myndina eða orðið sem passar ekki inn í rununa. 5 Teljið og skráið bækur og liti í töskum Jack og Molly. Skrifaðu nafn þitt á línuna og teiknaðu mynd af þér. Teldu og skráðu bækur og liti sem eru í töskunni þinni. 4 Odd one out school blue red green 5 Let’s count Jack Molly 1 2 3 4 1 Farið með vísuna. Bendið á myndirnar eða hluti í skólastofunni sem nefndir eru í vísunni. 2 Teiknaðu hring utan um orðið is í vísunni í verkefni 1. 3 Hlustunarverkefni. Tengdu saman barn og ávexti. 1 Let’s rap Finnið flettispjöldin með æfingarorðunum eða notið hluti úr kennslustofunni. Mundu að taka með þér skólatösku í kennslustundina ef börnin nota ekki skólatöskur sjálf. Teiknaðu skóla á töfluna, notaðu flettispjald með school eað finndu mynd og/eða orðmyndina school á myndaveggnum. Rifjaðu upp orðin og kynntu til sögunnar orðið school bag með því að benda á skólatösku. Hlustaðu á rappið Let´s rap og bentu um leið á myndirnar við hliðina eða hluti í kennslustofunni. Ræðið hvaða orð nemendur kannast við. Láttu börnin flytja rappið hvert fyrir annað. Til að gera verkefnið enn meira krefjandi má skipta sumum orðanna út fyrir orð úr fyrri köflum. Farið einn hring þar sem nemendur æfa setningarhlutann This is my … um leið og þau sýna hvað þau hafa fyrir framan sig. T.d. This is my pencil. Þetta verkefni er einnig hægt að gera í minni hópum. 2 Circle is Nemendur leita að orðmyndinni is og teikna hring utan um hana. Hlusta má aftur á rappið og ræða hvaða orð koma oftast fyrir þar. Vekið athygli á að orðið is er eitt af algengustu orðunum í ensku og því sé mikilvægt að læra að þekkja það sem sem fyrst. Með því að læra og þekkja orðmyndir algengustu orðanna gera þau sér enskunámið mun auðveldara. Sérstaklega þegar áherslan á lestur og ritun fer að verða meiri. 3 Listen and match Hér eiga nemendur að tengja börnin við rétta ávexti. Biddu fyrst þrjá nemendur að koma upp að töflunni. Lýstu klæðnaði eins þeirra, t.d. Kristján is wearing blue trousers and a red jumper. He likes apples. Who likes apples? Nemendur svara og Kristján fær flettispjaldið með epli á. Lýstu hinum tveimur á sama hátt og nefndu aðra ávexti. Segðu nemendum að nú eigi þau að hlusta á textann og gera strik frá börnunum að réttum ávöxtum. Spilaðu textann og stoppaðu eftir hvert barn til að 42 5 In the classroom

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=