3 Christmas 37 Kynnið ný orð Skoðið kveikjumyndina og kynnið æfingarorðin. Geta nemendur fundið hlutina á stóru myndinni? • This is a present. Can you say present? Well done! • John and Emma, can you come up and find some presents in the picture, please? • Point to the red present, please. • This is Father Christmas. Can you say Father Christmas? Excellent! • Can you find Father Christmas in the picture? Yes, he’s outside the window. Excellent! Let’s count! Æfið tölurnar með því að telja hluti á myndinni. • Now then, how many presents can you see? Let’s count them together! • I wonder, how many red balls can you see on the Christmas tree? Help me count them! Finnið gagnsæ orð Nemendur greina líkindi í málinu þegar þau leita að orðum sem þeir þekkja. Hlustið á gagnsæju orðin og fáðu nemendur til að útskýra aðferðirnar sem þau nota til að skilja þau. • Look at me and listen carefully! I can see a clock. A clock. Can you see a clock? What do you think a clock is? Hlustið endurtekið og finnið út hvernig orðin líkjast þeim íslensku. Kynnið ný orð Finndu flettispjöldin og láttu nemendur skiptast á að draga eitt. Nemandi sýnir spjaldið, segir orðið upphátt og hin endurtaka það. Ef orðið var ekki borið fram rétt, endurtekur þú það á réttan hátt áður en hinir krakkarnir segja það. • Christmas tree. Good! Now then, see if you can find a Christmas tree in the picture. Hlustið og leitið Spilið hlustunartextanna sem tilheyra kveikjumyndinni. Útskýrðu fyrir nemendum að hægt sé að giska á hvað börnin eru að tala um þrátt fyrir að maður skilji ekki hvert orð. Leyfðu nemendum að spreyta sig á að finna út hver er að tala og hvað viðkomandi er að tala um. Spilaðu einn texta í einu og gefðu nægan tíma til að ræða og finna út hvað börnin eru að tala um. Með samtölum um myndina læra nemendur að nýta sér það sem þau hafa þegar lært. Menning og samfélag Í Englandi, líkt og hér á landi, skreyta margir heimili sín fyrir jólin. Skreytt er með kristþyrni, slaufum og músastigum. Margir hengja mistiltein í dyraop og geta þá stolið kossi frá þeim sem standa í dyrunum. Það er einnig hefð að hafa skreytt jólatré í stofunni og þá oftast með engli eða stjörnu á toppnum. Börn fara gjarna út á torg, eða banka upp á hjá fólki og syngja jólalög sem kallast Christmas carols. 24. desember kallast Christmas Eve. Börn hengja jólasokka við arininn eða rúmið sitt áður en þau leggjast til svefns og fyllist hann af gjöfum yfir nóttina. Mörg börn gefa jólasveininum (Father Christmas) kökur, til að sýna fram á að þau hagi sér vel. Jóladagur kallast Christmas Day. Þá vakna börnin snemma og opna gjafirnar í jólasokknum. Yfirleitt eru líka gjafir undir trénu. Börn og fullorðnir opna gjarna gjafirnar í náttfötunum. Á jóladag er oftast veglegur jólamorgunverður og kvöldverður sem samanstendur oft af gæs eða kalkúni, kæfu og síðast en ekki síst, Christmas pudding. Cristmas pudding er ávaxtakaka sem gerð er úr brauðmylsnu, rúsínum og öðrum þurrkuðum ávöxtum, sykri og appelsínum. Koníaki er helt yfir kökuna, hún flamberuð og borin fram með vanillusósu. Hlustunarefni – kveikjumynd 1. - Merry Christmas, Sophie! - Merry Christmas, Noah! - Look at the Christmas tree! It is beautiful! And look at the star! - Can you see the star? 2. - Wow! Look at all the presents! - I hope the red present is for me! - How many presents can you see? 3. - Oh look, Father Christmas has been here! - Where is he now? - I don’t know. - Can you see Father Christ- mas? 4. - I love Christmas because red is my favorite colour. Can you find something red? Let’s play! Pin the star on the tree Teiknaðu jólatré á töfluna eða klipptu það út úr grænum pappír. Útbúðu 3-5 stjörnur (eða leyfðu nemendum að búa þær til). Bundið er fyrir augu eins barns. Það fær stjörnu með límbandi eða kennaratyggjói á bakhliðinni. Snúið barninu í hringi og beinið í átt að töflunni. Það á svo að setja stjörnuna á tréð og reyna að hitta sem næst toppnum. Það sem kemst næst toppnum vinnur. • Now then, Selma … Here is a star. Let’s see if you can pin it on the Christmas tree. Ready, steady, go! • Well done, good try!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=