Yes we can 2 - kennsluleiðbeiningar

á yngsta stigi. Nemendur fá þjálfun í að draga ályktanir um það hvað kaflarnir fjalla um, með athöfnum og verkefnum sem hvetja þau til að rýna í teikningarnar, nota fyrri þekkingu og ekki síst hlusta eftir þekktum, gagnsæum og algengum orðum. Einstaklingsmiðað nám Til að allir nemendur geti fengið tækifæri til að ná sínum markmiðum er mikilvægt að einstaklingsmiða enskukennsluna. Sem kennari getur þú aðlagað munnleg verkefni að getu hvers og eins á þann hátt að öll upplifi að þau fái spurningar og verkefni sem ögra og hvetja. Yes we can er byggt upp þannig að bæði er auðvelt að einfalda verkefni og gera þau meira krefjandi, hvort sem um er að ræða bækurnar, ljósritin, flettispjaldaverkefnin eða efnið á vefsvæðinu. Viðbótarverkefni Það er mjög mismunandi frá skóla til skóla hvernig enskukennslunni er háttað. Þar sem ekki er gert ráð fyrir miklum tíma í töflu, hjá allra yngstu nemendunum má skjóta inn litlum dagskömmtum, bæta ensku inn í verkstæðisvinnu eða vinna með stök viðbótarverkefni. Í hverjum kafla í Teacher’s Book finnur þú tillögur að viðbótarverkefnum sem henta vel til einstaklingsmiðaðs náms. Veldu verkefni sem passa þér og þínum nemendahópi og þeim fjölda kennslustunda sem þú hefur úr að moða. Til að ná að vinna með alla grunnþætti skaltu velja verkefni með fjölbreyttum faglegum áherslum yfir það tímabil sem þú vinnur með hvern kafla. Viðbótarverkefnin henta vel til að hvíla bókarvinnu og gefa nemendum tækifæri að þjálfa orð og kunnáttu í nýju samhengi og nýjum hópasamsetningum. Með því að flétta viðbótarverkefnin inn í kennsluna verður auðvelt að bjóða upp á kennslustund með hreyfingu, spilum, leikjum, lestrar- og ritþjálfun og skapandi vinnu. Leiðsagnarmat með Yes we can Í Yes we can 2 er gert ráð fyrir að hæfniviðmiðum fyrir erlend mál sé fylgt. Í Teacher´s book er grein gerð fyrir markmiðum hvers námshluta. Allt námsmat á fyrstu stigum skal vera símat. Markmið þess skal vera að hvetja til náms og framþróunar og veita kennara og nemanda innsýn í hvar nemandinn stendur og hvað beri að vinna með í framhaldinu. Rannsóknir sýna að það sem hefur mest áhrif á námsframvindu og námsáhuga er gæði endurgjafarinnar sem nemendur fá fyrir vinnu sína. Námsmatið ætti að gefa svar við þrem megin spurningum: • Hvar er ég? • Hvert ætla ég? • Hvernig kemst ég þangað? Til að geta svarað þessum spurningum þurfa nemendur að: • skilja hvað þeir eru að læra og hvers ætlast er til af þeim • fá viðbrögð á gæði vinnu sinnar • fá leiðbeiningar um hvernig þeir eiga að undirbúa sig • vera þátttakendur í eigin námi og leggja mat á eigin vinnu og námsþróun Leiðsagnarmat fer fram á fjölbreyttan hátt í Yes we can. Kennarinn metur framgang nemenda á mismunandi sviðum jafn óðum, út frá markmiðum og hæfniviðmiðum. Námsmatsverkefnin Now I know nýtast vel sem liður í leiðsagnarmati. 10 Gagnlegar kennsluhugmyndir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=