Víkingaöld - Árin 800-1050

– 7 – Rannsóknir og túlkun á niðurstöðum Konan í fjöllunum lá í grjótinu. Þar voru engin öskulög til að gefa vís- bendingu um aldur hennar. Nælurnar sem hún bar voru í tísku á árunum 900–950 og hafa fundist í norrænum gröfum frá þeim tíma. Perlurnar voru víðs vegar að frá Evrópu og Austurlöndum og hafa verið mjög verð- mætar. Skartgripirnir eru óvenjustórir og vel gerðir og hafa verið dýrir. Rannsóknir á tönnum konunnar sýna að hún var ung, 20–30 ára, og að hún ólst upp erlendis að minnsta kosti til sex ára aldurs. Talið er að konan hafi komið til Íslands með landnámsfólki snemma á 10. öld. Áður hafi hún annaðhvort ferðast víða eða getað keypt, fengið að gjöf eða erft skartgripi víðs vegar að. Þrátt fyrir að vera ung virðist hún hafa verið mjög vel efnum búin. Mörgum spurningum verður líklega aldrei svarað. Hver var þessi kona? Hvert var hún að fara? Villtist hún eða veiktist? Var hún að flýja með aleigu sína? Af hverju var svona ung og rík kona ein á ferð hátt í fjöllum? Af hverju var hennar ekki leitað, hún fundin og grafin á hefðbundinn hátt? Var konan völva? Í gömlum sögum og kvæð- um er sagt frá völvum á vík- ingaöld. Þær gengu á milli bæja, fluttu fréttir, frömdu seiði , réðu drauma og spáðu fyrir um óorðna hluti og örlög manna og gátu jafnvel haft áhrif á þau. Flestir virtu völvurnar og launuðu þeim með gistingu, góðum mat og gjöfum. Kannski var völva á ferð á milli byggðarlaga og bar á sér aleigu sína. Hún var ein og sjálfstæð, fáir vissu um ferðir hennar og hennar var ekki saknað, alla vega ekki í bráð. Einhver frægasta lýsing á völvu er í 4. kafla Ei- ríks sögu rauða. Reyndu að leita hana uppi og lesa hana. Kona – eða karl? Mjaðmir karla og kvenna eru ólíkar. Hvernig? Neðri hluti líkamans hafði skolast burt með læknum, þar með mjaðmabeinin. Þess vegna vilja sumir ekki fullyrða að þetta hafi verið kona. Hvað heldur þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=