Víkingaöld - Árin 800-1050

– 6 – Alls kyns fræðingar Fornleifafræðingar grafa upp fornleifar, rannsaka þær og teikna upp aðstæður. Jarðfræðingar aðstoða við að meta hvað jarðlögin eru gömul þar sem fornleifarnar finnast. Á Íslandi eru mörg þekkt öskulög í jarðvegi. Þau hjálpa til við að greina aldur fornleifa sem eru nálægt þeim. Fornminjarnar eru rannsakaðar áfram á rannsókna- stofum. Ef tveir mjög líkir hlutir finnast er gert ráð fyrir að þeir séu álíka gamlir og eigi svipaðan uppruna. Ef hægt er að aldursgreina annan hlutinn má álykta að hinn hluturinn sé álíka gamall. Kannski eru á fornum gripum einhver tákn sem sumir vísindamenn geta ráðið í. Oft er aldur fornminja eða uppruni fundinn með eðlisfræði- eða efnafræðirannsóknum. Stundum gefa fornar skrifaðar heimildir, ljóð eða sögur, vísbendingar. Sagnfræðingar, sérfræðingar í sögu þjóða, geta líka aðstoðað. Allir þessir vísindamenn spyrja spurninga og setja fram tilgátur um svör. Þeir reyna síðan að svara spurningunum með rannsóknum. Svo skrá þeir svörin, niðurstöður sínar, í skýrslur til að upplýsingarnar glatist ekki. Loks segja þeir öðrum frá þeim til að þekkingin berist áfram og fólk geti notið hennar. Aldur fornminja Ef þú finnur geisladisk getur þú þá giskað á frá hvaða tíma hann er? Gæti hann verið 100 ára? Ef þú finnur skeifu af hesti, gætir þú þá líka giskað á aldur hennar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=