Víkingaöld - Árin 800-1050

– 5 – Fornleifavernd Stundum finnast ummerki eða gamlar leifar frá fólki sem enginn vissi af. Oftast gerist þetta þegar grafnir eru skurðir eða holur í jörðina. Þá birtist allt í einu vegghleðsla, verkfæri, bein eða hlutir frá fyrri tíð. Fólk sem uppgötvar slíkt þarf strax að hætta að hreyfa við hlutunum og jarðveginum í kring- um þá, svo að sem allra minnst skemmist, og láta Minjastofnun Íslands vita. Stofnunin sendir þá fornleifafræðinga á fundarstaðinn. Þeir rannsaka hann og grafa eftir fornleifum með sérstökum aðferðum. Þeir skoða allt vel sem finnst, skrá það, mynda og teikna upp. Fornleifafræðingarnir fjarlægja varlega lausa muni, búa um þá og koma þeim til Þjóð- minjasafns. Þar eru þeir rannsakaðir áfram, reynt að meta hvað þeir eru gamlir, hvar þeir hafa verið framleiddir og margt fleira. Þjóðminjasafn Íslands Þjóðminjasafn Íslands safnar, skráir, rannsakar og varðveitir alls kyns muni sem tengjast lífi þjóðar- innar. Hjá Þjóðminjasafni vinnur fólk sem kann að fara með gamla hluti, hreinsa þá og laga og koma þeim þannig fyrir að áfram sé hægt að skoða þá og fræðast um þá bæði á safninu eða á byggðasöfnum. Hefur þú skoðað Þjóðminjasafnið eða heimsótt byggðasafn? Þjóðminjasafn Íslands. Minjastofnun Íslands Hlutverk Minjastofnunar er að annast menningar­ minjar í landinu sjálfu bæði ævaforn mannvirki og hús frá síðustu öld. Hún gætir þess að minjar séu verndaðar og rannsakaðar svo að fólk geti skoðað þær og lært af þeim. Minjastofnun Íslands er með höfuðstöðvar í Reykjavík og hjá henni vinna minja- verðir úti um landið. Veistu hvar minjavörður vinnur næst heimili þínu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=