Víkingaöld - Árin 800-1050

– 52 – Grýta er lítill pottur. Þurfalingur er maður sem getur ekki bjargað sér sjálfur með nauðsynjar. Kvörn er tæki til að mala með, t.d. að mala korn svo að úr því verði mjöl. Sýruker er trétunna sem í er geymd mysa eða sýra og ýmiss konar matvæli í henni. Lín er planta sem unninn er úr þráður sem aftur er ofinn í efni eins og léreft. Nisti er skartgripur borinn um hálsinn. Kljásteinn , kljásteinar eru misstórir steinar með götum. Þeir eru bundnir í uppistöðuþræði vefs í (kljásteina) vefstað til að halda vefnum strekktum. Ullarreyfi er ullarlag sem klippt er af kindinni í einu lagi þegar kindin er rúin. Vattarsaumur sérstakur saumur sem hægt er að vinna úr hluti eins og vettlinga með nál og þræði. Ljár er langt, beitt blað sem fest var á orf og notað til að slá gras. Rauði, mýrarauði er járnríkt efni sem safnast fyrir í mýrum. Viðarkol eru kol unnin úr trjákurli. Þró stór opin gryfja. Rauðablástur er að vinna járn úr mýrarauða. Gera til kola er að höggva tré, kurla viðinn og safna honum í kolagrafir þar sem kveikt er í honum og hann látinn sviðna í viðarkol. Lyklavöld að ráða yfir lyklum og hafa völd þar sem þeir eru notaðir. Hestaat er bardagi á milli hesta sem eru sér- staklega þjálfaðir til þess. Gera sér dagamun er að gera eitthvað sér til ánægju. Lok víkingaaldar, bls. 47–48 Samlandar eru þeir sem búa í sama landi. Lífsregla er regla sem maður setur sér í lífinu og fer eftir. Fjölmenning er þar sem fer saman menning margra þjóða. Munnleg geymd er varðveisla fróðleiks, sagna eða annars í hugummanna og yfirfært til næstu kynslóðar með tali eða söng en ekki rituðum texta. Ósveigjanlegur er sá sem ekki lætur undan eða breytir afstöðu sinni. Arfur víkingaaldar er sama og áhrif víkinga- aldar, það sem víkingaöld hefur skilið eftir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=