Víkingaöld - Árin 800-1050

– 51 – Helga sér land er að eigna sér land, stundum með ákveðnum helgisiðum. Kvíga er kvenkyns kálfur eða ung kú sem ekki hefur enn eignast kálf. Fley er skip en skip víkingaaldar voru langskip og knerrir, sjá bls. 12. Kennileiti er hæð eða fjall eða eitthvað í lands- lagi sem hægt er að átta sig á til að rata. Höfuðáttir eru aðaláttirnar fjórar; norður, aust- ur, suður, vestur. Föruneyti er samferðafólk. Víðförull er sá sem hefur farið víða. Samfélag er hópur fólks sem lifir saman á sama stað eða svæði. Norræn samfélög, bls. 28–37 Víggirðing er girðing til að verjast árásum. Árétta er að ítreka eða endurtaka. Hefð er siður sem lengi hefur verið ríkjandi. Réttlætiskennd er tilfinning fyrir því hvað er rétt. Vígaferli eru bardagar. Allsherjargoði er sá goði sem setti (helgaði) Alþingi á Þingvöllum. Grið er friður, lýsa griðum er að segja að friður skuli ríkja. Vættur er yfirnáttúrleg vera. Fjölkynngi er galdrar. Óskundi er skaði eða afglöp. Blót er helgiathöfn heiðinna manna. Hlautbolli er skál sem í var safnað blóði fórnar- dýrs, hlauti. Rista rúnir er að skera eða rispa rúnir í tré eða stein. Fjölkunnugur er göldróttur. Amast við hafa horn í síðu e/s eða reyna að losna við. Sortna er að dökkna eða verða svartur. Blikna er að fölna. Askurinn mikli er hér askur Yggdrasils, veraldar- tréð mikla. Ægir er sjór eða haf. Iðjagrænn er fagurgrænn. Feigur er sá sem á að deyja. (Lífs)viðhorf er skoðun eða afstaða til lífs og umhverfis. Staðlausir stafi r er vitleysa eða þvættingur. Hafa taumhald á er að hafa stjórn á. Forlög eru örlög. Blanda geði er að tala við, segja e-m hug sinn. Trunta er vondur hestur eða bikkja. Frækinn er sá sem er hraustur eða hæfileika- ríkur. Orðstír er frægð eða hrós. Heimkynni og daglegt líf, bls. 38–46 Skáli er sérstök gerð íbúðarhúss sem var notað af norrænum mönnum á víkingaöld. Aflangur er sá hlutur sem er mun lengri á annan veginn en hinn. Fordyri er forstofa, oft í lítilli viðbyggingu við hús. Stoðgrind húss heldur uppi veggjum þess og þaki. Lokrekkja er rúm sem er lokað með þiljum allt um kring og opnast með hurð. Kuml er gröf heiðins manns. Snældusnúður er efsti hluti snældunnar en með henni er ull spunnin í þráð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=