Víkingaöld - Árin 800-1050

– 50 – Vefstaður er gömul gerð af tæki sem notað var til að vefa efni úr þráðum. Vaðmál er sérstök gerð af ullarefni. Mannár er ársverk, það sem einn maður vinnur á einu ári. Þel er innsti hluti ullar, úr fínum, hrokknum hárum. Páfugl , páfuglar eru skrautlegir fuglar sem lifa í Afríku og Asíu. Hofgyðja er kona sem sér um helgihald í hofi en hof er bygging þar sem heiðnir menn tilbiðja guði sína. Þerna er þjónustustúlka. Kistill er lítil kista, hirsla sem ýmislegt dót var geymt í. Rista grunnt. Skip ristir grunnt þegar það flýtur vel á yfirborðinu og kjölurinn fer aðeins grunnt niður í sjóinn. Farartálmi er eitthvað sem hindrar ferð. Úthaf er stórt haf þar sem langt er til allra landa. Ólgusjór er úfið haf. Hjörð er hópur af dýrum, t.d. kindum. Tóvinna er að vinna úr ull. Rýja er að klippa ull af kindum. Stefni er framendi skips. Stjórnborð er hægri hlið skips þegar horft er fram eftir því. Skutur er afturendi skips. Byr er meðvindur. Víkingaöld, bls. 14–15 Strandhögg er skyndiárás af sjó á land. Þræll er maður sem er eign húsbónda síns og notaður sem vinnudýr. Klaustur er bygging þar sem aðeins búa karlar (munkar) eða konur (nunnur) og mynda sér- stakt trúarlegt samfélag sem fylgir ákveðnum reglum. Afskekktur staður er langt frá (annarri) manna- byggð eða leiðum. Helgitákn er trúarlegt tákn, til dæmis er kross helgitákn í kristni. Efla er að auka eða styrkja. Etja kappi við er að keppa við. Undirlendi er láglendi eða flatt land, t.d. undir fjallshlíðum. Víkingar herjuðu víðs vegar, bls. 16–27 Hneppa e-n í ánauð er að ræna einhverjum og gera hann að þræli. Gagnárás er árás til að verjast árás óvinar. Barrtré eru tré með barrnálar í stað laufa, t.d. greni og fura. Viðarkvoða er límkenndur vökvi í trjám sem rennur úr trjánum ef höggvið er í þau eða skorið. Steingerast er að breytast í stein. Að hafa vetursetu er að dvelja yfir veturinn. Hernema er að taka eitthvað, svo sem land, með hervaldi. Ambátt er kona sem er þræll. Ónumið land er land þar sem fólk hefur ekki sest að. Landnámsfólk er fólk sem sest að í ónumdu landi. Kynslóð er sá hópur fólks í samfélagi eða ætt sem er á svipuðum aldri, ein kynslóð tekur við af annarri. Tvíeggjað sverð er sverð sem er beitt á báðum jöðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=