Víkingaöld - Árin 800-1050

– 49 – Orðskýringar Fornleifar, bls. 3–7 Fornleifar , fornminjar eru ummerki um fólk frá fyrri tíð, svo sem hús og önnur mannvirki eða rústir þeirra, hlutir og áhöld. Á Íslandi teljast slík ummerki fornleifar ef þau eru 100 ára eða eldri. Minjavörður vinnur við að gæta fornminja, rannsaka þær og segja frá þeim. Oft vinna minjaverðir á söfnum, svo sem byggðasöfnum eða Þjóðminjasafninu. Fornleifafræðingur hefur í háskólanámi lært að leita að fornleifum, grafa þær upp á réttan hátt og túlka hvaða upplýsingar fornleifarnar gefa um líf fólks fyrrum. Þríblaðanæla er þrískipt skrautnæla, líkist Y í laginu. Byggðasafn er safn á vegum héraðs eða bæjar- félags þar sem varðveittir eru gamlir og/eða merkir munir og hafðir til sýnis. Jarðlag er lag undir yfirborði jarðar. Jarðlög liggja hvert ofan á öðru og geta verið af ýmsum gerðum, s.s. moldarlag, sandlag, öskulag eða hraunlag. Öskulag leggst oft yfir landið í eldgosi. Svo myndast jarðvegur ofan á því. Þegar grafið er í jarðveg má oft sjá misgömul öskulög eins og rendur í moldinni. Aldursgreina er að finna út hvað einhver hlutur er gamall. Skeifur eru smíðaðar úr járni og festar neðan á hófa hesta til að hlífa hófunum. Völva . Í heiðnum sið voru konur, völvur, sem sagt var að sæju það sem ætti eftir að gerast, þær frömdu seiði og spáðu fyrir um framtíðina. Seiður er galdur eða töfrar og talað er um að fremja seið. Örlög eru atburðir sem guðir eða örlaganornir hafa ákveðið fyrir fram og þau verða því ekki umflúin. Uppruni, bls. 8–13 Gróa upp. Land sem kemur undan jökli er bara grjót og sandur. Þegar gróður fer að festa þar rætur er sagt að landið grói upp. Aðlagast . Kynslóðir lífvera sem búa mjög lengi við ákveðnar aðstæður mótast smátt og smátt af þeim. Þeir sem ekki geta búið við þær að- stæður fara annað eða deyja út. Lífsháttur er hegðun, siður eða venja. Hirðingjar er fólk sem ekki hefur fasta búsetu en flakkar um með húsdýr sín eða eltir flokka villtra dýra. Sef eru plöntur, ekki ólíkar grasi. Vogskorin strönd er þar sem eru miklir firðir og margar víkur. Áhöfn á skipi er hópurinn sem starfar á skipinu. Kjölur er listi sem liggur neðst á skipi enda (stafna) á milli. Mastur er há stöng á skipi sem heldur uppi seglinu. Heygja . Lík heiðinna manna voru heygð, voru lögð í haug, oft ásamt einhverjum hlutum eða dýrum. Flak , skipsflak, er skip sem hefur farist. Tog er ysti hluti ullarhára, þau eru slétt og gróf og hrinda frá sér vatni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=