Víkingaöld - Árin 800-1050

– 3 – Merkur fundur fornleifa J úlídag árið 2004 voru tveir menn á ferð á Austurlandi. Þeir gengu með litlum læk í grýttri fjallshlíð nokkru norðan Vest- dalsvatns. Eitthvað glampaði í grjótinu. Það reyndust vera tvær óvenjulegar nælur. Þeir gættu þess að hreyfa ekki við staðnum, settu hann vel á sig en tóku nælurnar með sér svo að þær týndust ekki aftur. Heim komnir fóru þeir með nælurnar til minjavarð- ar og tilkynntu um fundinn. Fornleifafræð- ingar sögðu að nælurnar væru mjög gamlar. Þeir gerðu út leiðangur, ásamt nokkrum sjálfboðaliðum, og unnu í marga daga við að skoða staðinn þar sem nælurnar höfðu fundist til að athuga hvort þar væri fleira að finna. Þeir rannsökuðu svæðið mjög vel, grófu í möl og sigtuðu jarðveg. Þeir fundu mikið magn af fornu kvenskarti, nælur, perlur, stóran prjón og hnífsblað. Lítið var eftir af konunni sem skartið hafði borið en þó fundust tennur og bein úr höfði og hand- leggjum. Neðri hluti líkamans hafði skolast burt með læknum. Konan virtist ekki hafa verið grafin heldur dáið þarna og líkami hennar og munir legið í litlum hellisskúta við lækinn í meira en þúsund ár. Hún var uppi þegar víkingaöld ríkti í Norður-Evrópu og fólk þaðan var að nema land á Íslandi. Fornleifar Í uppgreftri fundust: • Höfuðbein, handleggsbein, tennur. • Hnífur. • Gylltir bronsskartgripir: - Tvær kúptar nælur. - Kringlótt næla. - Þríblaðanæla . - Prjónn með hring. - Um 500 perlur af ýmsum gerðum, næstum helmingur allra fornra perla sem hafa fundist á Íslandi. Önnur kúpta nælan sem fannst í grjótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=