Víkingaöld - Árin 800-1050
– 46 – Tómstundir Fólk vann að alls kyns listsköpun, vefnaði, útsaumi og smíðum. Fjölmargir skrautmunir hafa fundist og margir hversdagslegir hlutir úr tré, beinum og málmum eru skreyttir á ýmsa vegu með upphleyptum eða útskorn- um myndum eða litum. Fólk hefur samið ljóð og flutt þau eða sungið og fundist hafa gömul hljóðfæri, svo sem flautur. Einnig hafa verið sagðar sögur og fólk haft gaman af alls kyns rökræðum. Kappleikir hafa verið stund- aðir og í kumlum hafa fundist einhvers konar taflmenn. Í fornum sögum er sagt frá keppni í sundi, hestaati , skautahlaupi, glímu og mörgu fleiru. Krakkar hafa leikið sér, þá eins og nú, og búið sér til eða fengið leikföng úr ýmsu sem til féll. Hátíðir Fólk hefur alltaf gert sér dagamun , haldið upp á viðburði ævinnar, svo sem brúðkaup, eða árlega náttúrlega atburði eins og þegar sól fer aftur að hækka á lofti um jól. Þá sem nú gerði fólk sér glað- an dag, hittist í hópum, borðaði góðan mat, sagði sögur, flutti ljóð, söng og dansaði. Helgiathafnir eða blót voru oft hluti af hátíðarhöldunum. Skautar úr leggjum. Bein voru gjarnan notuð sem leikföng. Hnefatafl. Leikföng tálguð úr ýsubeinum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=