Víkingaöld - Árin 800-1050

– 45 – Frægar ambáttir Í Íslendingasögum er sagt frá ambáttum sem hétu Brák og Mel- korka. Þekkirðu sögur þeirra? Manstu eftir að þrælar séu nefndir til dæmis með landnámsmönnum? Verkaskipting Karlar stjórnuðu útistörfum. Þeir byggðu bæi, ræktuðu tún, önnuðust skepnur, veiddu náttúrudýr, hjuggu við, gerðu til kola og smíðuðu úr járni. Það voru líka bændurnir sem voru fulltrúar býlisins út á við, fóru á þing, í verslunarferðir eða í víking. Konur stjórnuðu innan bæjar, höfðu þar lyklavöld og sinntu matargerð, ullarvinnu og handverki. Þær önnuðust börn og gamalmenni og hjúkruðu sjúkum. Konur báru ábyrgð á að vistir nægðu og heimilisfólki liði sæmilega. Húsmæður tóku á móti gestum og veittu þeim. Heimilið var vinnustaður fjölda fólks, skóli og sjúkrahús en líka samkomuhús og skemmti- staður. Þrælar voru á flestum heimilum, bæði karlar og konur. Þrælar voru oftast erlendir en þó gátu norrænir menn verið hneppt- ir í ánauð, til dæmis eignalausir menn og skuldugir. Þrælar gengu kaupum og sölum og voru réttlausir. Þeir urðu að ganga í öll störf og eigendur þeirra voru oft grimmir við þá. Í kumlum erlendis hafa fundist þrælar sem voru drepnir þegar eigandi þeirra dó. Þeim var þá ætlað að aðstoða húsbónda sinn í nýjum heimkynnum. Oft er líka sagt frá því að bændur hafi reynst þrælum sínum vel, veitt þeim frelsi og gefið þeim land. Spjaldofin bönd voru ofin á sérstakan hátt með mörgum litlum spjöldum og notuð á ýmsa vegu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=