Víkingaöld - Árin 800-1050
– 44 – Málmvinnsla Ekkert heimili gat verið án járns. Á hverjum bæ var smiðja þar sem var unnið járn og hlutir úr því. Úr járninu voru smíð- aðir hnífar, axir, ljáir og ótalmargir aðrir nauðsynlegir hlutir. Til járnvinnslu þurfti að höggva mikinn skóg og búa til kol úr viðnum. Járnið fékkst úr rauða , efni sem safnast í mýrar. Mýrarauða og viðarkolum var blandað saman í sérstökum þróm , kveikt í kolunum og blásið kröftuglega á eldinn. Það var kallað rauðablástur . Járn bráðnar við háan hita, 1400– 1500°C. Áður en það gerðist bráðnuðu úr rauðanum alls kyns önnur efni og runnu niður á botn. Þá varð járnið eftir. Því var safnað saman í klump og hann veiddur upp úr þrónni með stórum töngum. Járnið var hitað áfram yfir eldinum og barið til að herða það sem best. Loks var það mótað í hlutina sem smíða átti. Skartgripir eins og nælur voru gerðir úr innfluttum málmum, silfri eða bronsi. Búin var til eftirlíking af hlutnum úr vaxi og hún hulin með leir. Þegar leirinn var brenndur lak vaxið út. Úr varð leirmót sem bráðnum málminum var hellt í. Þegar allt var orðið kalt og hart var leirinn brotinn utan af gripnum. Armband. Gert til kola í Skaftafelli árið 1954.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=