Víkingaöld - Árin 800-1050

– 43 – Vattarsaumur Fólk á víkingaöld kunni ekki að prjóna. Það handverk barst ekki til Norðurlanda fyrr en á 16. öld. Þess vegna voru nánast allar flíkur úr efnum sem höfðu verið ofin á kljásteinavefstað. Þó þekktist að smáhlutir eins og vettlingar væru vattarsaumaðir . Það var gert með sérstakri stórri nál. Í kumlum hafa fundist leifar af erlendum efnum en langalgengast var að öll föt væru úr ullarefni sem unnið var heima. Ullarreyfi voru aðgreind í tog og þel. Þá var ullin kembd og spunnin á snældu í þráð. Stundum var soðinn litunarlögur úr ákveðnum plöntum og ullin lituð úr honum. Úr ullarþráðunum var ofið efni í vefstað. Loks var efnið þæft til að gera það þétt og þykkt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=