Víkingaöld - Árin 800-1050

– 42 – Fötin Bæði karlar og konur klæddust kyrtlum úr ull eða líni . Þeim var smeygt yfir höfuðið og vítt hálsmálið tekið saman með nælu eða hringprjóni. Kyrtlar kvenna voru síðari en karla en bæði kynin tóku fötin að sér í mittið með belti þar sem gjarnan hékk hnífur. Utan yfir kyrtl- inum voru konur í nokkurs konar skokk sem var opinn í hliðunum og festur við kyrtilinn framan á brjósti með kúptum nælum. Karlar voru í buxum og báru skikkju á herðum sem var næld saman á annarri öxlinni. Skór voru úr nautshúð eða sauðskinni. Bæði kyn báru skart, svo sem nisti um hálsinn, perlur og armhringi. Börn og fátæklingar voru í fötum með sama sniði en úr óvönd- uðum efnum og án skrauts. Kljásteinavefstaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=