Víkingaöld - Árin 800-1050

– 41 – Maturinn Víðast í löndum norrænna manna var ræktað korn, það malað í mjöl og notað í grauta og brauð. Húsdýr gáfu kjöt, mjólk og egg. Náttúrudýr voru veidd, svo sem ýmsar tegundir fiska og fugla. Safnað var alls kyns grösum og berjum. Matur var eldaður í kötlum sem héngu yfir eldi, oft súpur af fiski eða kjöti. Steinar voru settir í eldinn, þeir látnir hitna vel en þá teknir úr glóðinni með töngum. Á flötum steinum var steikt flatbrauð. Aðrir, svo kallaðir hitusteinar, voru fluttir úr eldinum yfir í vökva í tréílátum til að hita hann. Kjöt var líka eldað í seyðum sem voru holur grafnar í jörð. Í eldi á barmi þeirra voru hitaðir steinar. Hluta steinanna var ýtt ofan í seyðinn, kjötið sett ofan á þá og síðan þakið með afganginum af steinunum. Mestur var matur á haustin. Mikil vinna var að ganga frá honum svo að hann geymdist yfir veturinn. Úr mjólk var búið til smjör, ostar, skyr og mysa. Ýmis matur var geymd- ur á kafi í mysunni. Þar varð hann súr og geymdist vel. Á Íslandi kom súrinn í staðinn fyrir salt. Kjöt var oft reykt og fiskur þurrkaður. Þurr fiskur er etinn hrár sem var mikill kostur þar sem var lítið eldsneyti. Fólk var mun lægra vexti á víkingaöld en nú. Það bendir til að fólk hafi þá borðað minna, sérstaklega börnin. Oft átti fólk lítinn mat. Þá svalt það og jafnvel dó vegna skorts á nægum og góðum mat, ekki síst þurfalingar og þeir sem veikir voru fyrir. Sýruker. Í kvörn var korn malað í mjöl. Útskorið drykkjarhorn úr nautshorni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=