Víkingaöld - Árin 800-1050

– 40 – Vísbendingar um lifnaðarhætti Nánast allar nauðsynjar, mat, föt, áhöld og verkfæri, þurfti fólk sjálft að útbúa. Erfitt er að gera sér grein fyrir daglegu lífi fólks en reynt hefur verið að átta sig á því með skoðun fornleifa. Rústir bygginga gefa ýmsar vísbendingar og þá ekki síður kuml og öskuhaugar. Menn trúðu að þegar þeir dæju færu þeir í ferðalag til ann- ars heims. Þess vegna voru ýmsar nauðsynjar grafnar með hinum látnu, hlutir sem kæmu sér vel í ferðinni og nýjum heimkynnum. Margt hefur þó horfið úr kumlunum, svo sem matvæli og önnur lífræn efni sem rotna fljótt og samlagast moldinni. Á Íslandi hafa ekki fundist eins stórir haugar eins og á hinum Norðurlöndunum. Þó hafa fundist fáein kuml þar sem látinn maður var lagður í bát. Hér á landi er hins vegar algengara en erlendis að hestar hafi verið lagðir með mönnum. Hestar og hundar finnast í kumlum bæði karla og kvenna og nær allir eru með lítinn hníf og brýni. Fólk var grafið fullklætt og líklega margt í skartklæðum þótt lítið sjáist eftir af þeim. Karlmenn voru grafnir með vopn, svo sem spjót, sverð, öxi og skjöld en konur með skartgripi, nælur og armbauga. Einnig hafa fundist við uppgröft alls kyns áhöld, kambar, snældusnúðar og skæri, smíðatól, veiðarfæri, eldfæri, katlar og grýtur . Brauð bakað yfir eldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=