Víkingaöld - Árin 800-1050

– 39 – Meðalstærð skála á Íslandi var líklega 60–70 fermetrar. Í hverjum meðal- skála bjó fjölskylda, hjón með börn og vinnufólk eða þræla, kannski 5–10 manns. Skálinn sem grafinn var upp og er til sýnis við Aðalstræti í Reykja- vík er frekar stór, rúmlega 85 fermetrar. Skáli á Hofsstöðum í Mývatns- sveit er langstærstur þeirra sem fundist hafa hérlendis, rúmlega 250 fer- metrar. Þar gæti hafa verið höfðingjasetur. Minnstu skálar á kotbýlum gátu verið innan við 40 fermetra. Skálarnir voru heimili fólks, vinnustaður og félagsmiðstöð. Þar þurfti að ganga frá matvöru og koma henni fyrir svo að hún geymdist vel. Einnig að vinna úr ull, spinna þráð, vefa klæði og vaðmál, hanna og sauma flíkur og tjöld og annað það sem framleitt var innan húss. Að einhverju leyti var skálum skipt í hólf eða herbergi en stærsta rýmið var næst eldinum. Þar vann fólk á daginn og svaf um nætur. Sumir sváfu í lokrekkjum en aðrir urðu að láta sér nægja að liggja á gólfinu á heyi og skinnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=