Víkingaöld - Árin 800-1050
– 38 – HEIMKYNNI OG DAGLEGT LÍF Hús og híbýli Í búðarhús norrænna manna voru alls staðar svipuð að gerð og kölluð- ust skálar. Skálar hafa víða verið grafnir upp, þar af um 30 á Íslandi. Þeir voru aflangir , með bogadregnum, gluggalausum langveggjum en opum á þaki. Dyr voru á langvegg nálægt öðrum enda skálans og stundum fordyri við þær. Básar fyrir húsdýr gátu verið næst dyrum eða þar var geymsla. Eftir húsinu endilöngu voru tvær raðir af stoðum sem héldu uppi þakinu. Stoðgrind húsa var alltaf úr timbri en aðstæður á hverjum stað réðu úr hverju veggir og þök voru gerð. Sums staðar voru húsin að mestu leyti úr timbri, annars staðar voru veggir úr fléttuðum greinum, þöktum leir, og þök úr stráum. Á Íslandi voru veggir og þök skálanna úr torfi. Í miðju húsinu var eldstæði, langeldur, en næst veggjum voru upp- hækkaðir pallar þar sem fólk sat eða svaf. Oft voru veggir klæddir ofnum tjöldum og á pöllum voru sessur og teppi oft listilega ofin og útsaumuð. Tölvumynd sem sýnir útlínur skála frá landnámsöld.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=